Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 07:00 Frá æfingu finnska hersins fyrr á árinu. EPA/Pirjo Tuominen Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í júní var greint frá því að Ísland tæki þátt í svokölluðum framvarðarsveitum bandalagsins í norðanverðu Finnlandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir utanríkisráðuneytið að sveitinni sé ætlað að styðja við æfingar og viðveru hreyfanlegs liðsafla frá bandalagsríkjum. „Miðstöðin sem styður við verkefnið og liðsaflann sem kemur til Finnlands, samanstendur af hermönnum og borgarlegu starfsfólki og mun Íslands leggja til borgaralega starfsmenn eins og víða innan Atlantshafsbandalagsins m.a. í Eystrasaltsríkjunum og í fjölmörgum herstjórnarmiðstöðvum bandalagsins,“ segir ráðuneytið. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ákváðu 14. júní á síðasta ári að setja það á laggirnar en Svíþjóð sér svokallað leiðandi ríki og sér um mestu undirbúningsvinnuna ásamt Finnlandi sem gistiríki. Verkefnið verður fullunnið árið 2027 og því liggur eðli þátttöku Íslands í því ekki ljóst fyrir. Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsisins, tekur sem dæmi um íslensk framlög til framvarðarsveitarinnar upplýsingafulltrúa og pólitíska ráðgjafa. Eftir leiðtogafundinn í júní var svo loks greint frekar frá verkefninu og fram kom að ásamt Íslandi og fyrrnefndum Norðurlöndum tækju einnig þátt Danmörk, Frakkland, Noregur og Bretland. Það vakti athygli í Svíþjóð vikunni að Bandaríkin hygðust ekki taka þátt í verkefninu. Greint var frá því á vefum utanríkis- og varnarmálaráðuneyta þátttökuþjóða að verkefnið sendi skýr skilaboð um viðbragðsstöðu bandalagsins gagnvart óvinum úr austri, jafnt við Svartahafið og í hánorðri. Herstjórnarmiðstöðvarnar sem Íslendingar munu taka þátt í að sinna verða staðsettar í Rovaniemi- og Sodankylä í norðanverðu Finnlandi og sunnanverðu Samalandi. „Með því að skapa aðstæður til skjótvirkrar móttöku, samþættingar og viðbúnaðar bandalagsherdeilda á svæðinu mun framvarðarsveitin í Finnlandi styrkja varnarstöðu og fælingarmátt Atlantshafsbandalagsins gagnvart Rússlandi,“ segir í tilkynningu varnar- og utanríkismálaráðuneyta þátttökuþjóða. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í júní var greint frá því að Ísland tæki þátt í svokölluðum framvarðarsveitum bandalagsins í norðanverðu Finnlandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir utanríkisráðuneytið að sveitinni sé ætlað að styðja við æfingar og viðveru hreyfanlegs liðsafla frá bandalagsríkjum. „Miðstöðin sem styður við verkefnið og liðsaflann sem kemur til Finnlands, samanstendur af hermönnum og borgarlegu starfsfólki og mun Íslands leggja til borgaralega starfsmenn eins og víða innan Atlantshafsbandalagsins m.a. í Eystrasaltsríkjunum og í fjölmörgum herstjórnarmiðstöðvum bandalagsins,“ segir ráðuneytið. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ákváðu 14. júní á síðasta ári að setja það á laggirnar en Svíþjóð sér svokallað leiðandi ríki og sér um mestu undirbúningsvinnuna ásamt Finnlandi sem gistiríki. Verkefnið verður fullunnið árið 2027 og því liggur eðli þátttöku Íslands í því ekki ljóst fyrir. Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsisins, tekur sem dæmi um íslensk framlög til framvarðarsveitarinnar upplýsingafulltrúa og pólitíska ráðgjafa. Eftir leiðtogafundinn í júní var svo loks greint frekar frá verkefninu og fram kom að ásamt Íslandi og fyrrnefndum Norðurlöndum tækju einnig þátt Danmörk, Frakkland, Noregur og Bretland. Það vakti athygli í Svíþjóð vikunni að Bandaríkin hygðust ekki taka þátt í verkefninu. Greint var frá því á vefum utanríkis- og varnarmálaráðuneyta þátttökuþjóða að verkefnið sendi skýr skilaboð um viðbragðsstöðu bandalagsins gagnvart óvinum úr austri, jafnt við Svartahafið og í hánorðri. Herstjórnarmiðstöðvarnar sem Íslendingar munu taka þátt í að sinna verða staðsettar í Rovaniemi- og Sodankylä í norðanverðu Finnlandi og sunnanverðu Samalandi. „Með því að skapa aðstæður til skjótvirkrar móttöku, samþættingar og viðbúnaðar bandalagsherdeilda á svæðinu mun framvarðarsveitin í Finnlandi styrkja varnarstöðu og fælingarmátt Atlantshafsbandalagsins gagnvart Rússlandi,“ segir í tilkynningu varnar- og utanríkismálaráðuneyta þátttökuþjóða.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira