Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Siggeir Ævarsson skrifar 9. júlí 2025 07:01 Joao Pedro stillti fagnaðarlátunum í hóf Vísir/Getty Joao Pedro fékk sannkallaða draumabyrjun í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Chelsea þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Fluminense í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða en mörkunum fylgdu þó blendnar tilfinningar. Fluminense er uppeldisfélag Pedro og lék hann með unglingaliði liðsins 2011-19 áður og síðan eitt tímabil með aðalliðinu áður en hann færði sig yfir til Englands. Hann var spurður fyrir leik hvort hann myndi fagna ef hann myndi skora í leiknum sem hann svaraði neitandi. „Nei, ég held ekki. Þetta snýst ekki um að binda enda á sigurvonir einhverra heldur um að sinna vinnunni minni. Ég þarf að vinna mína vinnu. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir allt sem Fluminense gerði fyrir mig en það þýðir ekki að ég sinni ekki mínu hlutverki.“ Hann var einnig til viðtals eftir leik. „Ég er mjög ánægður með að hafa skorað mín fyrstu mörk fyrir Chelsea þó ég viti vel að þessi keppni er mjög mikilvæg fyrir Fluminense. Ég get beðist afsökunar en ég verð að vera fagmannlegur. Ég spila fyrir Chelsea. Þeir borga mér fyrir að skora mörk.“ Þó svo að Pedro fái vissulega borgað frá Chelsea þá má segja að hann hafi borgað liðinu ríkulega til baka með mörkunum en sæti í úrslitunum tryggir Chelsea 22 milljónir punda, ofan á þær 60 milljónir sem liðið hefur þegar tryggt sér á mótinu en kaupverðið á Pedro var einmitt 60 milljónir. Take a bow, Joao Pedro. 🙌 pic.twitter.com/l8eQwa0noR— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 8, 2025 HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Fluminense er uppeldisfélag Pedro og lék hann með unglingaliði liðsins 2011-19 áður og síðan eitt tímabil með aðalliðinu áður en hann færði sig yfir til Englands. Hann var spurður fyrir leik hvort hann myndi fagna ef hann myndi skora í leiknum sem hann svaraði neitandi. „Nei, ég held ekki. Þetta snýst ekki um að binda enda á sigurvonir einhverra heldur um að sinna vinnunni minni. Ég þarf að vinna mína vinnu. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir allt sem Fluminense gerði fyrir mig en það þýðir ekki að ég sinni ekki mínu hlutverki.“ Hann var einnig til viðtals eftir leik. „Ég er mjög ánægður með að hafa skorað mín fyrstu mörk fyrir Chelsea þó ég viti vel að þessi keppni er mjög mikilvæg fyrir Fluminense. Ég get beðist afsökunar en ég verð að vera fagmannlegur. Ég spila fyrir Chelsea. Þeir borga mér fyrir að skora mörk.“ Þó svo að Pedro fái vissulega borgað frá Chelsea þá má segja að hann hafi borgað liðinu ríkulega til baka með mörkunum en sæti í úrslitunum tryggir Chelsea 22 milljónir punda, ofan á þær 60 milljónir sem liðið hefur þegar tryggt sér á mótinu en kaupverðið á Pedro var einmitt 60 milljónir. Take a bow, Joao Pedro. 🙌 pic.twitter.com/l8eQwa0noR— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 8, 2025
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira