Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 20:13 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Hún vill að ríkissaksóknari skýri ákvörðun sína. Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Akranes Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sigurjón Ólafsson var í janúar dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart konunni, syni hennar og kærustu hans. Var hann var meðal annars dæmdur fyrir að hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita og án þess að hún í raun vildi. Í gær staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði gefin út ákæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við konuna. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að ákvörðun ríkissaksóknara hafi komið sér á óvart. Hún segir skýrt í lögum að forsenda fyrir kynlífi sé samþykki og að ekki sé hægt að gefa samþykki fyrir hönd annarra. „Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá lítur þetta út fyrir mér eins og skýrt brot átt sér stað. Það er að segja að fleiri aðilar hafi gerst brotlegir við íslensk hegningarlög.“ Í dómi Sigurjóns má lesa skilaboð sem send voru á milli hans og mannanna fjögurra. „Miðað við þessar skilaboðasendingar sem fóru þessara manna á milli þá held ég að almennt ætti það að vera hverjum heilvita manni það algjörlega ljóst að þarna liggur ekki fyrir skýrt samþykki.“ „Miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli“ Ákvörðun ríkissaksóknara í gær hefur verið gagnrýnd og í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Drífa Snædal talskona Stígamóta að málið grafi undan trausti til réttarkerfisins. Margrét segir það ekki eina hlutverk réttarkerfisins að skera úr um sekt eða sakleysi í einstaka málum. „Það er líka tilgangur að senda skilaboð út til samfélagsins hvaða hegðun við teljum það alvarlega að það beri að refsa fyrir hana, það sem er kallað almenn fælingaráhrif. Miðað við hvað þetta er alvarlegt mál þá finnst mér miður að slík skilaboð skyldu ekki vera send út í þessu máli.“ Þá segir Margrét að saksóknari kunni að hafa upplýsingar sem ekki hafi komið fram í dómnum sem liggja að baki ástæðunni að ákæra ekki. „Í svona alvarlegu máli myndi ég telja það skynsamlegt að slík ákvörðun sé skýrð frekar eða skýrð að einhverju leyti.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Akranes Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira