Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 7. júlí 2025 11:27 Almyrkvinn 12. ágúst 2026 gengur yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Almyrkvinn er lengstur 2m 18s í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Rétt rúmt ár er nú þar til almyrkvi frá sólu mun sjást á íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Almyrkvinn verður 12. ágúst og hafa nú verið birt kort af Íslandi sem sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi og hvar gott verður að vera til að sjá hann. Kortin eru gerð af Sævari Helga Bragasyni og Andreas Dill. Á vefnum solmyrkvi.is kemur fram að hann muni ganga yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Hann verður lengstur tvær mínútur og 18 sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. „Á Íslandi gengur örmjó almyrkvaslóðin yfir vestasta hluta landsins. Alskuggi tunglsins nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:43:28. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 26s. Á Látrabjargi má njóta sýningarinnar ögn lengur, í 2m 13s. Skuggi tunglsins þeysist yfir Jörðina á 3400 km hraða á klukkustund. Hann færist suður á bóginn yfir Snæfellsnes, Reykjavík og Reykjanesskaga. Alskugginn færist loks af Íslandi við Reykjanestá kl. 17:50:07. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 47s,“ segir á vefnum. Alskuggi tunglsins er sporöskjulaga. Myrkvinn hefst þegar skugginn nemur land við Straumnesvita á Hornströndum kl 17:43. Hann ferðast á 3400 km hraða á klst eftir Vestfjörðum, yfir Snæfellsnesið, Borgarnes og Akranes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og lýkur við Reykjanestá um kl. 17:50.Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Í heildina verður hann sjáanlegur á Íslandi frá því klukkan 17:43:28 til 17:50:07, í alls sex mínútur og 48 sekúndur. „Eftir það þýtur alskugginn suður yfir Atlantshafið og nær Spáni næstum 35 mínútum síðar, kl. 18.25:44. Á Mallorca er almyrkvi við sólsetur.“ Hægt er að kynna sér málið betur hér. Almyrkvi 12. ágúst 2026 Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00 Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Á vefnum solmyrkvi.is kemur fram að hann muni ganga yfir Norðurskautið, Grænland, Ísland, Portúgal og Spán. Í norðurhluta Norður Ameríku, Skandinavíu, Evrópu og vestur Afríku sést deildarmyrkvi. Hann verður lengstur tvær mínútur og 18 sekúndur í hafinu skammt vestan við Látrabjarg á Íslandi. „Á Íslandi gengur örmjó almyrkvaslóðin yfir vestasta hluta landsins. Alskuggi tunglsins nemur fyrst land við Straumsnesvita á Hornströndum kl. 17:43:28. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 26s. Á Látrabjargi má njóta sýningarinnar ögn lengur, í 2m 13s. Skuggi tunglsins þeysist yfir Jörðina á 3400 km hraða á klukkustund. Hann færist suður á bóginn yfir Snæfellsnes, Reykjavík og Reykjanesskaga. Alskugginn færist loks af Íslandi við Reykjanestá kl. 17:50:07. Þar stendur almyrkvinn yfir í 1m 47s,“ segir á vefnum. Alskuggi tunglsins er sporöskjulaga. Myrkvinn hefst þegar skugginn nemur land við Straumnesvita á Hornströndum kl 17:43. Hann ferðast á 3400 km hraða á klst eftir Vestfjörðum, yfir Snæfellsnesið, Borgarnes og Akranes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga og lýkur við Reykjanestá um kl. 17:50.Sævar Helgi Bragason og Andreas Dill Í heildina verður hann sjáanlegur á Íslandi frá því klukkan 17:43:28 til 17:50:07, í alls sex mínútur og 48 sekúndur. „Eftir það þýtur alskugginn suður yfir Atlantshafið og nær Spáni næstum 35 mínútum síðar, kl. 18.25:44. Á Mallorca er almyrkvi við sólsetur.“ Hægt er að kynna sér málið betur hér.
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Geimurinn Sólin Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00 Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01 Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina. 20. júní 2025 11:00
Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Búast má við því að tugir þúsunda manna muni leggja leið sína sérstaklega til landsins fyrir almyrkvann á næsta ári. Ísland sé nú þegar svo gott sem uppselt og að minnsta kosti þrettán skemmtiferðaskip á leið til landsins. 21. maí 2025 10:01
Lokaæfing fyrir almyrkva Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði. 28. mars 2025 13:11