Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2025 18:52 Páll Vilhjálmsson, einhver frægasti bloggari landsins, hefur lengi verið í brennidepli samfélagslegrar umræðu um eldfim málefni. Vísir/Vilhelm Páll Vilhjálmsson, bloggari með meiru og fyrrverandi framhaldsskólakennari, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur Páli þann 30. október 2023, þar sem Páli var gefið að sök að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi, þ.e. með ærumeiðingum og brotum gegn friðhelgi einkalífs, með því að hafa ráðist opinberlega með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar þeirra, með tilgreindum ummælum, sem birtust á vefmiðli ákærða 13. september 2023. Var brot Páls talið varða við 233. grein almennra hegningarlaga um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Ummælin sem tiltekin voru í kærunni eru eftirfarandi: „Samtökin 78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.“ „Kennsluefnið er tæling dulbúin sem upplýsingar. Meðfædd blygðunarsemi barna er skipulega brotin niður. Börn eru gerð móttækileg fyrir þátttöku í kynlífi og það jafnvel ofbeldiskynlífi - BDSM. Ringluð börn og óörugg (sic) eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú um að þau séu mögulega fædd í röngu kyni. Ringluð börn og óörugg eru síður í stakk búin að veita viðnám fullorðnum með eitthvað misjafnt í huga. Út á það gengur tælingin.“ Í dóminum segir að í kærunni hafi ranglega verið haft eftir Páli, í pistli Páls hafi staðið „Börn eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú...“ en ekki „Ringluð börn og óörugg eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú...“ Í kærunni segir að þótt Páll hefði stjórnarskrárvarinn rétt til skoðana sinna og til að láta þær í ljós, eins og tiltekið er í 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu, þá mætti hann ekki nýta tjáningarfrelsi sitt til að níðast á réttindum annarra. Löggjöf um misrétti vegna kynhneigðar og kynvitundar væri nauðsynlega til að vernda minnihlutahópa, og andspænis tjáningarfrelsi Páls stæði réttur hinsegin fólks til að þurfa ekki að þola árásir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Vísað var til þess að sú takmörkun á tjáningarfrelsinu sem fælist í 233. grein almennra hegningarlaga, rúmaðist innan undanþágureglu 3. málsgreinar 73. greinar stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. 233. grein almennra hegningarlaga er svohljóðandi: Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum. Ummælin lýsi ekki ógnun eða háði í garð ótiltekins hóps Í niðurstöðukafla dómsins segir að með hliðsjón af sönnunargögnum málsins og að teknu tilliti til þess í hvaða samhengi Páll viðhafði ummæli sín, verði ekki séð að þau ummæli sem hann er ákærður fyrir að hafa viðhaft lýsi ógnun eða háði í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. „Þá verður sömuleiðis ekki séð að ákærði hafi með ummælum sínum dreift rógburði eða smánað hóp fólks eða Samtökin 78. Verður eigi heldur, að virtum skýringum ákærða og gögnum málsins, ekki séð að tjáning ákærða, sem hann er ákærður fyrir í málinu, feli hlutrænt séð í sér slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu að telja megi hana til hatursorðræðu í gaðr þess hóps fólks sem henni var beint að.“ „Hér er einnig til þess að líta, eins og áður segir, að ákærða var frjálst að hafa sína sannfæringu og skoðanir, sem aðrir kunna að hafa verið sammála eða ósammála. Honum var einnig frjálst að setja þær skoðanir sínar fram opinberlega, að því gefnu að gætt væri að réttindum annarra og réttmætt tillit tekið til þeirra.“ „Verður ekki annað séð en að svo hafi verið gert í þessu máli, jafnvel þótt ákærði hafi kveðið fast að orði.“ Var Páll því af öllu sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu, og skal allur sakarkostnaður málsins greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málsvarslaun skipaðs verjanda ákærða, 1.488.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Verjandi Páls var Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður. Dómurinn í heild sinni: Endurit_dómsPDF791KBSækja skjal Tjáningarfrelsi Dómstólar Dómsmál Hinsegin Tengdar fréttir Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 26. júní 2025 15:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur Páli þann 30. október 2023, þar sem Páli var gefið að sök að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi, þ.e. með ærumeiðingum og brotum gegn friðhelgi einkalífs, með því að hafa ráðist opinberlega með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar þeirra, með tilgreindum ummælum, sem birtust á vefmiðli ákærða 13. september 2023. Var brot Páls talið varða við 233. grein almennra hegningarlaga um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Ummælin sem tiltekin voru í kærunni eru eftirfarandi: „Samtökin 78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.“ „Kennsluefnið er tæling dulbúin sem upplýsingar. Meðfædd blygðunarsemi barna er skipulega brotin niður. Börn eru gerð móttækileg fyrir þátttöku í kynlífi og það jafnvel ofbeldiskynlífi - BDSM. Ringluð börn og óörugg (sic) eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú um að þau séu mögulega fædd í röngu kyni. Ringluð börn og óörugg eru síður í stakk búin að veita viðnám fullorðnum með eitthvað misjafnt í huga. Út á það gengur tælingin.“ Í dóminum segir að í kærunni hafi ranglega verið haft eftir Páli, í pistli Páls hafi staðið „Börn eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú...“ en ekki „Ringluð börn og óörugg eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú...“ Í kærunni segir að þótt Páll hefði stjórnarskrárvarinn rétt til skoðana sinna og til að láta þær í ljós, eins og tiltekið er í 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu, þá mætti hann ekki nýta tjáningarfrelsi sitt til að níðast á réttindum annarra. Löggjöf um misrétti vegna kynhneigðar og kynvitundar væri nauðsynlega til að vernda minnihlutahópa, og andspænis tjáningarfrelsi Páls stæði réttur hinsegin fólks til að þurfa ekki að þola árásir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Vísað var til þess að sú takmörkun á tjáningarfrelsinu sem fælist í 233. grein almennra hegningarlaga, rúmaðist innan undanþágureglu 3. málsgreinar 73. greinar stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. 233. grein almennra hegningarlaga er svohljóðandi: Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum. Ummælin lýsi ekki ógnun eða háði í garð ótiltekins hóps Í niðurstöðukafla dómsins segir að með hliðsjón af sönnunargögnum málsins og að teknu tilliti til þess í hvaða samhengi Páll viðhafði ummæli sín, verði ekki séð að þau ummæli sem hann er ákærður fyrir að hafa viðhaft lýsi ógnun eða háði í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. „Þá verður sömuleiðis ekki séð að ákærði hafi með ummælum sínum dreift rógburði eða smánað hóp fólks eða Samtökin 78. Verður eigi heldur, að virtum skýringum ákærða og gögnum málsins, ekki séð að tjáning ákærða, sem hann er ákærður fyrir í málinu, feli hlutrænt séð í sér slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu að telja megi hana til hatursorðræðu í gaðr þess hóps fólks sem henni var beint að.“ „Hér er einnig til þess að líta, eins og áður segir, að ákærða var frjálst að hafa sína sannfæringu og skoðanir, sem aðrir kunna að hafa verið sammála eða ósammála. Honum var einnig frjálst að setja þær skoðanir sínar fram opinberlega, að því gefnu að gætt væri að réttindum annarra og réttmætt tillit tekið til þeirra.“ „Verður ekki annað séð en að svo hafi verið gert í þessu máli, jafnvel þótt ákærði hafi kveðið fast að orði.“ Var Páll því af öllu sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu, og skal allur sakarkostnaður málsins greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málsvarslaun skipaðs verjanda ákærða, 1.488.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Verjandi Páls var Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður. Dómurinn í heild sinni: Endurit_dómsPDF791KBSækja skjal
Tjáningarfrelsi Dómstólar Dómsmál Hinsegin Tengdar fréttir Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 26. júní 2025 15:33 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 26. júní 2025 15:33