Innlent

Lokametrar, bútasaumur og Starbucks

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Viðræður formanna þingflokka um afgreiðslu mála fyrir þinglok virðast á lokametrunum. Atvinnuveganefnd var kölluð saman síðdegis til að fara yfir spurningar sem hafa komið upp um veiðigjöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum á Sýn og förum yfir nýjustu tíðindi.

Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Viðbrögðin einkennist af bútasaumi. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum.

Útibú stærstu kaffihúsakeðju heims, Starbucks, hefur verið opnað á Íslandi. Við rýnum í verðlagið og heyrum hvað fólki finnst um nýjasta kaffihús landsins. 

Þá kíkjum við í göngutúr með manni sem hefur gengið allar götur í Reykjavík og verðum í beinni frá stútfullum bæ á Akureyri. Í Sportinu verðum við meðal annars í Sviss og ræðum við landsliðskonur sem mæta heimamönnum eftir tvo daga.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×