Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2025 16:00 Gunnar Nelson verður frá næstu mánuði vegna meiðslanna en vonast til að snúa aftur í hringinn fyrir árslok. Vísir/Einar Gunnar Nelson hefur þurft að draga sig út úr fyrirhugðum bardaga við Neil Magny síðar í þessum mánuði vegna meiðsla. Gunnar greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag og segir það mikil vonbrigði. Gunnar átti að mæta Magny þann 19. júlí á UFC 318 í New Orleans en ekkert verður af því vegna lærameiðsla hans. Gunnar greindi frá á Instagram í dag: „Ég hef þurft að draga mig út úr fyrirhuguðum bardaga við – þann 19. Júlí vegna meiðsla aftan í læri. Ég ætla ekki að fara í mikil smáatriði varðandi meiðslin en þau eru tvískipt. Það er rifa í lærinu, sem var ekki of alvarleg og mögulega eitthvað sem við hefðum getað unnið í,“ segir Gunnar en hinn hluti meiðslanna er verri: „Hins vegar eru hin meiðslin í sininni í vöðvanum sem eru töluvert alvarlegri. Ég er í rauninni algjörlega vonlaus þegar kemur að grappling scenarios, ég get ekki glímt eða sparkað. Það er útlit fyrir að það séu átta vikur þangað til ég get farið í slíkar æfingar.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) Annað skipti sem hann meiðist fyrir bardaga við Magny Gunnar segist lukkulega ekki þurfa að fara undir hnífinn en gríðarleg vonbrigði séu að þurfa að draga sig úr bardaganum, sér í lagi sökum þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirhugaður bardagi hans við Magny fellur upp fyrir. Öðru sinni er það vegna meiðsla Gunnars. „Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Svo ég verð vonandi klár í lok árs. Það er markmiðið. Ég er bjartsýnn að ég jafni mig eftir nokkra mánuði. Veru frustrating one, dagsdaglega get ég gert flest en það er þetta grappling og spörk sem ég get ekki sinnt.“ „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega pirrandi því þetta er í annað skipti sem ég þarf að draga mig út úr bardaga við Neil Magny vegna meiðsla. Svo ég mun senda á hann skilaboð. Þetta er bara það sem þetta er. Ég kann að meta stuðninginn, eins og alltaf. Vonandi mæti ég aftur undir lok árs,“ Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga hans í tvö ár. Aðeins fjögurra mánaða bið átti því að vera fyrir næsta bardaga en ljóst er að sú bið lengist um sinn vegna meiðslanna. Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Gunnar átti að mæta Magny þann 19. júlí á UFC 318 í New Orleans en ekkert verður af því vegna lærameiðsla hans. Gunnar greindi frá á Instagram í dag: „Ég hef þurft að draga mig út úr fyrirhuguðum bardaga við – þann 19. Júlí vegna meiðsla aftan í læri. Ég ætla ekki að fara í mikil smáatriði varðandi meiðslin en þau eru tvískipt. Það er rifa í lærinu, sem var ekki of alvarleg og mögulega eitthvað sem við hefðum getað unnið í,“ segir Gunnar en hinn hluti meiðslanna er verri: „Hins vegar eru hin meiðslin í sininni í vöðvanum sem eru töluvert alvarlegri. Ég er í rauninni algjörlega vonlaus þegar kemur að grappling scenarios, ég get ekki glímt eða sparkað. Það er útlit fyrir að það séu átta vikur þangað til ég get farið í slíkar æfingar.“ View this post on Instagram A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) Annað skipti sem hann meiðist fyrir bardaga við Magny Gunnar segist lukkulega ekki þurfa að fara undir hnífinn en gríðarleg vonbrigði séu að þurfa að draga sig úr bardaganum, sér í lagi sökum þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirhugaður bardagi hans við Magny fellur upp fyrir. Öðru sinni er það vegna meiðsla Gunnars. „Góðu fréttirnar eru að ég þarf ekki að fara í aðgerð. Svo ég verð vonandi klár í lok árs. Það er markmiðið. Ég er bjartsýnn að ég jafni mig eftir nokkra mánuði. Veru frustrating one, dagsdaglega get ég gert flest en það er þetta grappling og spörk sem ég get ekki sinnt.“ „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega pirrandi því þetta er í annað skipti sem ég þarf að draga mig út úr bardaga við Neil Magny vegna meiðsla. Svo ég mun senda á hann skilaboð. Þetta er bara það sem þetta er. Ég kann að meta stuðninginn, eins og alltaf. Vonandi mæti ég aftur undir lok árs,“ Gunnar tapaði fyrir Kevin Holland í mars, í fyrsta bardaga hans í tvö ár. Aðeins fjögurra mánaða bið átti því að vera fyrir næsta bardaga en ljóst er að sú bið lengist um sinn vegna meiðslanna.
Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira