Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2025 13:01 Það verður líf og fjör á Írskum dögum á Akranesi um helgina. Facebooksíða Írskra daga Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og stórir viðburðir haldnir víða um land. Goslokahátíð í Vestmannaeyjum nær hápunkti á morgun og þá er búist við fjölmenni á Akranesi í tengslum við Írska daga. Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni. Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira
Landinn verður á ferð og flugi um helgina og er veðurspá víðast hvar góð. Í Vestmannaeyjum minnast Eyjamenn þess að 52 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk en dagskráin nær hápunkti annað kvöld með kvöldskemmtun á Vigtartorgi. Á Akureyri er fjölmennt en þar hófst N1-mót KA á miðvikudaginn sem lýkur með úrslitaleikjum á morgun. Þá fór Pollamót Þórs af stað á Akureyri í morgun þar sem eldri knattspyrnumenn mætast. Fleiri bæjarhátíðir verða í gangi um helgina. Á Siglufirði fer fram Þjóðlagahátíð og verður boðið upp á dansa, námskeið og tónleika og á hátíðinni Bíldudals grænar baunir verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa. Í Ólafsvik fer Ólafsvíkurvaka fram og þá verður Fjölskyldu- og menningarhátíðin Allt í Blóma haldin í Hveragerði. Hápunktur Bryggjuhátíðar á Stokkseyri er varðeldur og brekkusöngur á Bryggjunni annað kvöld og ljóst að nóg er í boði fyrir skemmtanaþyrsta landsmenn. „Margir mjög spenntir að sjá þá koma fram aftur“ Á Akranesi er búist við að um 10.000 manns sæki brekkusöng annað kvöld en þar fara Írskir dagar fram. Að loknum brekkusöng hefst tónlistarhátíðin Lopapeysan þar sem hljómsveitin Quarashi er meðal þeirra sem koma fram. „Það er geggjuð stemmning. Við byrjuðum dagskrána á þriðjudaginn með tveimur viðburðum. Svo var stór dagur á miðvikudag, stórir tónleikar á hafnarsvæðinu. Við vorum í gær með fjölskyldutónleika á þyrlupallinum þar sem voru yfir 3000 manns. Í dag fer þetta allt á fullt, fólk er búið að skreyta og er tilbúið í hátíðina,“ sagði Hjörvar Gunnarsson einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Stærsti dagur hátíðarinnar er á morgun. Dagskrá hefst átta í fyrramálið og stendur fram á nótt. „Annað kvöld er brekkusöngur og svo tekur við Lopapeysan sem hefur aldrei verið eins stór og hún hefur verið í ár,“ en á meðal þeirra sem koma fram þar er hljómsveitin Quarashi. „Það er mjög stórt og margir sem eru mjög spenntir fyrir því að sjá þá koma fram aftur. Þeir eru snemma í dagskránni og fólk þarf að vera mætt á réttum tíma á Lopapeysuna til að missa ekki af þessu,“ bætti Hjörvar við og sagði hátíðina alltaf vera að stækkka og nú komi listamenn fram á þremur sviðum. Ein af hefðum hátíðarinnar er að velja rauðhærðasta Íslendinginn og vekur sú keppni ávallt athygli. „Það er á hverju ári fullt af rauðhærðu fólki sem skráir sig og það eru komnar fjölmargar skráningar. Hún fer fram á morgun og það er búið að skipa dómnefnd sem ætlar að fara yfir þetta, hver verður rauðhærðasti Íslendingurinn í ár,“ sagði Hjörvar og bætti við að áhugasamir gætu enn skráð sig til leiks í keppninni.
Akranes Akureyri Ferðalög Vestmannaeyjar Fjallabyggð Snæfellsbær Vesturbyggð Árborg Hveragerði Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Sjá meira