Veður

Hæg­viðri, haf­gola og hiti að á­tján stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verður á bilinu tíu til átján stig.
Hiti á landinu í dag verður á bilinu tíu til átján stig. Vísir/Anton Brink

Útlit er fyrir hægviðri eða hafgolu á landinu í dag þar sem verður bjart með köflum, en dálitlir skúrir á stöku stað.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði hiti á bilinu tíu til átján stig.

„Svipað veður á morgun, en bætir aðeins í vind, suðvestan 8-13 m/s norðvestantil annað kvöld.

Á sunnudag gera spár síðan ráð fyrir norðvestan og vestan 5-13 m/s. Áfram bjartir kaflar á landinu, en gæti orðið lágskýjað með norðurströndinni hluta dagins. Einnig þokkalega hlýtt á sunnudag, hiti gæti farið um eða yfir 20 stig suðaustan- og austanlands.

'Mánudagurinn virðist eiga að heilsa okkur ágætlega bjartur, en síðan fer að þykkna upp með vætu allavega fram í miðja næstu viku. Áttin á að vera suðlæg eða suðvestlæg og því væntanlega einhverjir sólarkaflar og ágætlega hlýtt norðaustan- og austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, en 8-13 norðvestantil um kvöldið. Skýjað með köflum og skúrir á stöku stað. Hiti 10 til 18 stig.

Á sunnudag: Norðvestan og vestan 5-10 og víða bjart veður, en skýjað við norðurströndina og stöku skúrir norðaustanlands síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á mánudag: Hæg breytileg átt og víða léttskýjað framan af degi. Gengur í sunnan 5-10 síðdegis og fer að rigna sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti 12 til 19 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á þriðjudag: Sunnanátt með rigningu og súld, en þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.

Á miðvikudag og fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en þurrt að mestu austanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×