Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2025 21:35 Magnús Þór tók Odd alltaf með sér á strandveiðar. Magnús Þór Magnús Þór Hafsteinsson hafði hund sinn með sér þegar strandveiðibátur hans sökk. Magnús var úrskurðaður látinn en hundurinn hefur ekki fundist. Formaður Dýrfinnu, samtaka sem hafa uppi á týndum gæludýrum, segir mögulegt að hundurinn sé enn á lífi og hafi rekið á land á Kópanesi. Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og staðfesti að hundur Magnúsar hafi verið með honum um borð þegar báturinn sökk. Einnig segir lögreglan að hann hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, hefur heimildir fyrir því að hundurinn, sem er svartur púðlurakki og heitir Oddur, hafi verið í vesti þegar báturinn sökk. Hún segist ekki vita hvort um gæðabjörgunarvesti hafi verið að ræða en að það skipti ekki öllu vegna þess að púðluhundar séu vel syndir og báturinn hafi sokkið það skammt frá landi að hann hefði getað komist þangað jafnvel án vestis. Lífseigja hunda vanmetin Talsverður öldugangur var þegar slysið átti sér stað en Anna segir mannfólkið vanmeta hundana og hve lífseigir þeir eru. „Við í Dýrfinnnu höfum svo ótrúlega oft séð það að fólk afskrifar hunda strax. Hann er bara dauður. En hefðum við ekki komið inn í mörg mál hefðu margir hundar aldrei komið heim,“ segir hún. Anna segir að samkvæmt hennar heimildum að vestan hafi slysið gerst í 200 til 500 metra fjarlægð frá landi. Yst á Kópanesi er þó hvorki bílfært né manngengt. Þar að auki er ekkert símasamband þar heldur og því ekki hægt að kanna svæðið með flygildi. Hafi Odd rekið á lífi að ströndinni sé hann þó fastur í fjörunni vegna torfærs landslagsins og geti ekki aflað sér fæðu eða drykkjarvatns. Því sé björgunarglugginn afmarkaður við nokkra daga. Hún segir slöngubát frá björgunarsveitinni á Patreksfirði hafi farið einu sinni meðfram strandlengjunni og orðið var við aðskotahluti úr bátnum sem rekið hafði á land. Því sé ekki ólíklegt að rakkinn sé þar líka, hvort sem hann er lífs eða liðinn. Nokkurra daga gluggi Anna kallar eftir því að gerður verði út bátur daglega til að kemba strandlengjuna í leit að ummerkjum eftir Odd. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu.Dýrfinna „Það eru nokkrir dagar í viðbót þar sem þetta gæti komið í ljós. Svo er möguleikinn farinn,“ segir hún. Hún segir það fara fyrir brjóstið á sér hvað fólk sé tilbúið að afskrifa gæludýr hratt þegar slys gerast eða við náttúruhamfarir eins og jarðhræringarnar í Grindavík. „Þau eru ekki hluti af björgunaraðgerðum þegar lögum samkvæmt höfum við bjargarskyldu við dýr sem eru í sjálfheldu eða hættu,“ segir hún. „Það er möguleiki á að hann sé þarna einhvers staðar,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu. Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum fer með rannsókn málsins og staðfesti að hundur Magnúsar hafi verið með honum um borð þegar báturinn sökk. Einnig segir lögreglan að hann hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu, hefur heimildir fyrir því að hundurinn, sem er svartur púðlurakki og heitir Oddur, hafi verið í vesti þegar báturinn sökk. Hún segist ekki vita hvort um gæðabjörgunarvesti hafi verið að ræða en að það skipti ekki öllu vegna þess að púðluhundar séu vel syndir og báturinn hafi sokkið það skammt frá landi að hann hefði getað komist þangað jafnvel án vestis. Lífseigja hunda vanmetin Talsverður öldugangur var þegar slysið átti sér stað en Anna segir mannfólkið vanmeta hundana og hve lífseigir þeir eru. „Við í Dýrfinnnu höfum svo ótrúlega oft séð það að fólk afskrifar hunda strax. Hann er bara dauður. En hefðum við ekki komið inn í mörg mál hefðu margir hundar aldrei komið heim,“ segir hún. Anna segir að samkvæmt hennar heimildum að vestan hafi slysið gerst í 200 til 500 metra fjarlægð frá landi. Yst á Kópanesi er þó hvorki bílfært né manngengt. Þar að auki er ekkert símasamband þar heldur og því ekki hægt að kanna svæðið með flygildi. Hafi Odd rekið á lífi að ströndinni sé hann þó fastur í fjörunni vegna torfærs landslagsins og geti ekki aflað sér fæðu eða drykkjarvatns. Því sé björgunarglugginn afmarkaður við nokkra daga. Hún segir slöngubát frá björgunarsveitinni á Patreksfirði hafi farið einu sinni meðfram strandlengjunni og orðið var við aðskotahluti úr bátnum sem rekið hafði á land. Því sé ekki ólíklegt að rakkinn sé þar líka, hvort sem hann er lífs eða liðinn. Nokkurra daga gluggi Anna kallar eftir því að gerður verði út bátur daglega til að kemba strandlengjuna í leit að ummerkjum eftir Odd. Anna Margrét Áslaugardóttir er formaður Dýrfinnu.Dýrfinna „Það eru nokkrir dagar í viðbót þar sem þetta gæti komið í ljós. Svo er möguleikinn farinn,“ segir hún. Hún segir það fara fyrir brjóstið á sér hvað fólk sé tilbúið að afskrifa gæludýr hratt þegar slys gerast eða við náttúruhamfarir eins og jarðhræringarnar í Grindavík. „Þau eru ekki hluti af björgunaraðgerðum þegar lögum samkvæmt höfum við bjargarskyldu við dýr sem eru í sjálfheldu eða hættu,“ segir hún. „Það er möguleiki á að hann sé þarna einhvers staðar,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu.
Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira