Innlent

Málþóf, hætta í um­ferðinni og um­deildur fáni

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Þrátt fyrir áframhaldandi ræðuhöld á Alþingi virðast viðræður meiri- og minnihlutans um þinglok mjakast áfram. Við ræðum við fyrrverandi hæstaréttardómara um hnútinn á þingi og förum yfir stöðu mála í beinni í kvöldfréttum á Sýn.

Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Við heyrum í íbúa í hverfinu sem segir fólk aka allt of hratt á svæðinu.

Þá verðum við í beinni frá ráðhúsinu í Reykjavík þar sem palestínski fáinn var dreginn að húni í dag. Ekki eru allir borgarfulltrúar sammála um ráðstöfunina og við heyrum andstæð sjónarmið.

Klippa: Kvöldfréttir 3. júlí 2025

Við sjáum einnig myndir frá Liverpool þar sem knattspyrnumannsins Diogo Jota var minnst í dag, kynnum okkur námsmat sem foreldrar eiga erfitt með að skilja, skoðum fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg og kíkjum í Skógarböðin sem verið er að stækka.

Í Sportpakkanum verðum við meðal annars í Sviss og heyrum í þjálfurum eftir svekkjandi tap í gær.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×