Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:59 Bubbi Morthens er hvergi nærri hættur þó hann sé búinn að gera tímamótasamning við Bubba. Vísir/Lýður Valberg Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“ Tónlist Gervigreind Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Bubbi segir að nýi samningurinn sem hann hefur nú gert við Öldu Music um höfundarverk sín sé að erlendri fyrirmynd en tónlistarmenn á borð við Bob Dylan og Bruce Springsteen hafa gert sambærilega samninga. „Ég sagði: Heyrðu bíddu, get ég ekki bara gert þetta, á litla Íslandi? Og Universal sagði bara jú, Alda Music er Universal. Allt eftir undirskrift er áfram mitt, ég geri áfram plötur eftir undirskrift það eru bara mínar plötur en ég seldi allan rétt á katalógnum mínum og merchi sem þýðir að það er hægt að búa til Bubba boli og Bubba húfur eða hvað sem er hægt að gera.“ Og ekki bara það því Alda Music hefur einnig tryggt sér réttinn á útliti Bubba og það einnig eftir að tónlistarmaðurinn ástsæli fellur frá. Bubbi segir að sér finnist það ekkert tiltökumál. „Ég verð steindauður skilurðu mig, ég trúi ekki á líf eftir þetta líf en svo getur það verið bónus, þú veist það ekki. Mér finnst þetta bara í góðu lagi, ef einhver hefði áhuga á því, ég býst nú ekki við að menn fari að gera út á það. Ég meira að segja gæti verið á sviði með 24 ára gömlum Bubba og átt spjall við hann, hefði þér dottið þetta í hug að þú myndir vera með mér sjötugum á sviði?“ Óveður á leiðinni Bubbi segist ekki vilja ræða hve miklar fjárhæðir hann hafi fengið fyrir samninginn en tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. „Ef ég væri flugvél, þá er búið að setja niður lendingarhjólin, við sjáum flugbrautina, það er búið að kveikja ljósin á flugbrautinni, ég á bara eftir að lenda. Ég er búinn að ganga þannig frá hlutunum að það verði engin rifrildi eftir minn dag.“ Hann hafi miklar áhyggjur af framtíð tónlistarbransans og gervigreind. „Það er óveður á leiðinni, óveður á leiðinni í tónlistarbransanum og það er miklu stærra og alvarlegra en fólk heldur. Fólk borgar jú til að sjá tónlistarmenn, svo segir það við börnin sín, sjáðu þetta er í alvörunni, hann er úr holdi og blóði, hann er að spila á gítar og hann er að spila á munnhörpu, þetta gæti gerst og er jafnvel á leiðinni, nei takk, nei takk, nei takk“
Tónlist Gervigreind Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira