Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 18:41 Össur Skarphéðinsson sparar gjarnan ekki stóru orðin. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson segir að framámenn í sögu Sjálfstæðisflokksins á borð við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson eldri myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið. Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Össur, sem stingur iðulega niður penna á samfélagsmiðlum til að fjalla um íslensk stjórnmál — ekki síður ef þau varða Sjálfstæðisflokkinn — skrifar nú í færslu að sjálfstæðismenn séu í „sorgarferli eftir að hafa ekki lengur nein völd og skipta ekki lengur máli, hvorki við stjórn landsins né Reykjavíkurborgar.“ Flumbrugangur formanns Bendir hann þar á dræmar niðurstöður sem flokkurinn horfir upp á í skoðanakönnunum, nú síðast í könnun Gallúp þar sem flokkurinn mælist með 20,6 prósenta fylgi. Össur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Sjálfstæðismanna, ekki vita sitt rjúkandi ráð og virðast engu ráða. Guðrún hefur verið formaður flokksins frá því á landsfundi í febrúar þegar hún bar sigur úr býtum gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdótur. „Hún hefur ekki einu sinni styrk til að skipta út Hildi [Sverrisdóttur] þingflokksformanni sem sýnir engin merki þess að styðja nýkjörinn formann nema með hangandi hendi - enda úr liði Áslaugar Örnu.“ Í hinni bröttu brekku sorgarinnar virðist alger upplausn ríkja í þingflokknum. „Örvinglaðir þingmenn, sem endranær virtust með réttu ráði, hvæsa froðufellandi að málþófi í veiðigjaldsmálinu muni aldrei linna. Hótanir fljúga þar sem bókstaflega er sagt að þrasað verði út í hið óendanlega í málþófi þangað til sægreifarnir ná sínu fram! Sögulegir risar flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson eldri, myndu líklega snúa sér við í kaldri gröf mættu eyru þeirra og augu nema hvernig arftakar þeirra fara höndum um lýðræðið, sem þeim var svo dýrmætt,“ segir Össur. Rantandi konan í kasmírkápunni Hann segir Sjálfstæðisflokkinn standa í dýrkeyptri vörn í þágu sægreifanna. Hún hafi kostað flokkinn tiltrú og fylgi og einangrað hann frá þjóðinni. Samhliða segir Össur varðgæsluna fyrrnefndu hafa einangrað formanninn frá þingflokknum sem hafi enga trú á þeirri stjórnlist sem hann segir þröngvaða upp á flokkinn af Hildi Sverrisdóttur og Jóni Gunnarssyni, í nánu samstarfi við Heðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra „sægreifasamtakanna,“ betur þekktra sem SFS. „Um leið eru málflutningur og skrípalæti þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Alþingi á góðri leið með að eyðileggja vígstöðu hans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta ár. Flokkur sem í heilan vetur og þúsund ræðum gerir ekkert nema verja þrönga sérhagsmuni stórútgerðarinnar missir traust jafnt og þétt,“ skrifar hann og bregður svo upp mynd af Heiðrúnu Lind sem konunni í kasmírkápunni sem ranti í fokdýrum auglýsingum. „Hitt er degi ljósara, að ætli Sjálfstæðisflokkurinn áfram að sækja kasmírlínuna hráa inn á skrifstofur sægreifasamtakanna er líklegt að sprungan, sem hún hefur þegar skapað milli flokks og fylgis, breytist í óyfirstíganlega gjá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira