Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2025 11:57 Lögreglustjórinn krafðist þess að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi þangað til að unnt verður að reyna aftur að flytja hann til Grikklands. Vísir/Vilhelm Hælisleitandi sem til stóð að vísa úr landi árið 2022 lét ekki ná í sig fyrr en í júní þessa árs, þegar hann var handtekinn. Þegar til stóð að fylgja honum úr landi fleygði hann sér niður stiga á millilendingarstað, með þeim afleiðingum að honum var fylgt aftur til Íslands. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. júní og staðfestur af Landsrétti í gær. Þar segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem gerði kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum, hefði í greinargerð lýst atvikum sem svo að maðurinn hefði lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi þann 2. mars 2022. Með ákvörðun Útlendingastofnunar, dagsettri þann 23. maí 2022, hefði verið hafnað að taka umsókn mannsins til efnismeðferðar þar sem hann hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Ákvörðun Útlendingastofnunnar hefði verið staðfest af Kærunefnd útlendingamála með úrskurði nefndarinnar þann 15. ágúst 2022. Lét ekki ná í sig Heimferða-og fylgdadeild ríkislögreglustjóra hefði borist beiðni frá Útlendingastofnun, þann 29. ágúst 2022, um að framkvæma ákvörðun stofnunarinnar um að flytja manninn til Grikklands. Þann 14. september 2022 hefði lögregla hitt manninn á dvalarstað og hann verið upplýstur um að honum yrði fylgt til Grikklands á næstu tveimur vikum. Þegar hefði komið að því að fylgja honum til Grikklands hefði hann yfirgefið dvalarstað sinn og ekki látið ná í sig og hann hefði þá verið eftirlýstur af lögreglu. Þann 11. júní þessa árs hefði maðurinn verið handtekinn vegna eftirlýsingar lögreglu og honum birt ákvörðun um tilkynningaskyldu alla virka daga í 28 daga, sem hann hefði sinnt. Þann 24. júní hefði maðurinn verið handtekinn vegna fyrirhugaðrar fylgdar til Grikklands þann 25. júní síðastliðinn. Of veikur en kvartaði ekki eftir að flutningi var frestað Ferðin hefði hafist með flugi til ótilgreinds staðar, þar sem millilent hefði verið á leið til lokaáfangastaðar. Þegar þangað var komið hefði maðurinn neitað að fara um borð í seinna flugið og sagst vera of veikur. Þannig hefði hann gert lögreglu ómögulegt annað en að bíða með fylgdina. Því hefði verið ákveðið að bíða þar sem millilent var og reyna aftur daginn eftir. „Varnaraðili kvartaði ekki undan veikindum eftir að fylgdinni var slegið á frest. Kom varnaraðili sér aftur hjá því að fara um borð í vélina daginn eftir með því að láta sig falla niður stiga á flugvellinum sem leiddi til þess að ekki var hægt að framkvæma fylgd.“ Því hefði verið ákveðið að snúa aftur til íslands með manninn, þar sem hann hefði verið handtekinn og færður í fangaklefa. Sanngjörn ráðstöfun Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að samkvæmt því sem fram komi í greinargerð með kröfu lögreglustjóra og fyrirliggjandi gögnum liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun mannsin frá landinu, sem unnið sé að framkvæmd á. Því verði á það fallist með lögreglustjóra að uppfyllt séu skilyrði laga um útlendinga fyrir því að manninum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og að önnur og vægari úrræði séu eins og hér stendur á ekki tæk. Þá þyki eins og atvikum er háttað ekki vera um ósanngjarna ráðstöfun að ræða. Maðurinn sæti því gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. júlí klukkan 16. Hælisleitendur Lögreglumál Grikkland Dómsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. júní og staðfestur af Landsrétti í gær. Þar segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem gerði kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum, hefði í greinargerð lýst atvikum sem svo að maðurinn hefði lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi þann 2. mars 2022. Með ákvörðun Útlendingastofnunar, dagsettri þann 23. maí 2022, hefði verið hafnað að taka umsókn mannsins til efnismeðferðar þar sem hann hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Ákvörðun Útlendingastofnunnar hefði verið staðfest af Kærunefnd útlendingamála með úrskurði nefndarinnar þann 15. ágúst 2022. Lét ekki ná í sig Heimferða-og fylgdadeild ríkislögreglustjóra hefði borist beiðni frá Útlendingastofnun, þann 29. ágúst 2022, um að framkvæma ákvörðun stofnunarinnar um að flytja manninn til Grikklands. Þann 14. september 2022 hefði lögregla hitt manninn á dvalarstað og hann verið upplýstur um að honum yrði fylgt til Grikklands á næstu tveimur vikum. Þegar hefði komið að því að fylgja honum til Grikklands hefði hann yfirgefið dvalarstað sinn og ekki látið ná í sig og hann hefði þá verið eftirlýstur af lögreglu. Þann 11. júní þessa árs hefði maðurinn verið handtekinn vegna eftirlýsingar lögreglu og honum birt ákvörðun um tilkynningaskyldu alla virka daga í 28 daga, sem hann hefði sinnt. Þann 24. júní hefði maðurinn verið handtekinn vegna fyrirhugaðrar fylgdar til Grikklands þann 25. júní síðastliðinn. Of veikur en kvartaði ekki eftir að flutningi var frestað Ferðin hefði hafist með flugi til ótilgreinds staðar, þar sem millilent hefði verið á leið til lokaáfangastaðar. Þegar þangað var komið hefði maðurinn neitað að fara um borð í seinna flugið og sagst vera of veikur. Þannig hefði hann gert lögreglu ómögulegt annað en að bíða með fylgdina. Því hefði verið ákveðið að bíða þar sem millilent var og reyna aftur daginn eftir. „Varnaraðili kvartaði ekki undan veikindum eftir að fylgdinni var slegið á frest. Kom varnaraðili sér aftur hjá því að fara um borð í vélina daginn eftir með því að láta sig falla niður stiga á flugvellinum sem leiddi til þess að ekki var hægt að framkvæma fylgd.“ Því hefði verið ákveðið að snúa aftur til íslands með manninn, þar sem hann hefði verið handtekinn og færður í fangaklefa. Sanngjörn ráðstöfun Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að samkvæmt því sem fram komi í greinargerð með kröfu lögreglustjóra og fyrirliggjandi gögnum liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun mannsin frá landinu, sem unnið sé að framkvæmd á. Því verði á það fallist með lögreglustjóra að uppfyllt séu skilyrði laga um útlendinga fyrir því að manninum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og að önnur og vægari úrræði séu eins og hér stendur á ekki tæk. Þá þyki eins og atvikum er háttað ekki vera um ósanngjarna ráðstöfun að ræða. Maðurinn sæti því gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. júlí klukkan 16.
Hælisleitendur Lögreglumál Grikkland Dómsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira