Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2025 22:44 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell. Landsvirkjun Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. Í fréttum Sýnar var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Um líkt leyti veitti Hæstiréttur íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til að áfrýja málinu beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi er núna búið að lögfesta frumvarpið og fagnaði ráðherra því sérstaklega í síðustu viku að hann hefði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. En eru þá framkvæmdir þar að fara á fullt? „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,” svarar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og segir að bíða verði dóms Hæstaréttar en málflutningur fór fram þann 18. júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,” segir forstjórinn. Ný Þjórsárbrú er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes.Teikning/Vegagerðin En kannski er það nýja Þjórsárbrúin á móts við þorpið Árnes sem einna mest er horft til í tengslum við virkjunina enda mun hún ásamt tengivegum stytta vegalengdir verulega milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvenær verður þá hægt að byrja á henni? „Ja, ef þú getur sagt mér niðurstöðu Hæstaréttar..,” svarar Hörður og segir verkefnin tengjast. Efni úr frárennslisskurði virkjunarinnar verði notað í vegagerðina. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Dómstólar Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Um líkt leyti veitti Hæstiréttur íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til að áfrýja málinu beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi er núna búið að lögfesta frumvarpið og fagnaði ráðherra því sérstaklega í síðustu viku að hann hefði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. En eru þá framkvæmdir þar að fara á fullt? „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,” svarar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og segir að bíða verði dóms Hæstaréttar en málflutningur fór fram þann 18. júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,” segir forstjórinn. Ný Þjórsárbrú er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes.Teikning/Vegagerðin En kannski er það nýja Þjórsárbrúin á móts við þorpið Árnes sem einna mest er horft til í tengslum við virkjunina enda mun hún ásamt tengivegum stytta vegalengdir verulega milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvenær verður þá hægt að byrja á henni? „Ja, ef þú getur sagt mér niðurstöðu Hæstaréttar..,” svarar Hörður og segir verkefnin tengjast. Efni úr frárennslisskurði virkjunarinnar verði notað í vegagerðina.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Dómstólar Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53
Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07
Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44