„Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:50 Erling Freyr hjá atNorth segir þróun gervigreindar hafa orðið til þess að flýta mjög uppbyggingu gagnavera. Vísir/Margrét Helga Stækkun og fjárfesting gagnaversfyrirtækisins atNorth í veri sínu við rætur Hlíðarfjalls á Akureyri hljóðar upp á sextán milljarða og hyggur fyrirtækið enn meiri fjárfestingu. Kuldinn í norðrinu nýtist einstaklega vel til að kæla búnaðinn en af kuldanum eigum við Íslendingar nóg af. AtNorth rekur nú ellefu gagnaver á Norðurlöndunum, þar af þrjú á Íslandi; í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Fyrirtækið býður meðal annars upp á sérhæfðar lausnir fyrir gagnaúrvinnslu og gervigreind. Fyrirtækið hefur markað sér sterka stöðu á ört vaxandi markaði en gervigreind kallar á sífellt meiri útreikninga og afkastagetu. AtNorth stendur í meiriháttar framkvæmdum við rætur Hlíðarfjalls og enn meiri fjárfesting er fyrirhuguð líkt og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrar hjá atNorth sagði okkur frá. „Við erum að stækka um tvö hús og þetta eru miklar framkvæmdir. Hér eru um 150 manns að vinna daglega að stækkun upp á 16 milljarða og þetta er fyrir kúnna bæði íslenska og alþjóðlega sem eru komnir inn í gagnaverið. Gervigreind hjálpar þessum hraða, það gerist allt á miklum hraða í gervigreindinni og það þarf að byggja gagnaverin hratt.“ Staðsetning gagnaversins er engin tilviljun en kuldinn þykir ákjósanlegur fyrir starfsemi sem þessa. „Það er ódýrara og þá þarf að nota þá minna rafmagn. Það er umhverfisvænna að vera í köldu umhverfi því þá þarf minna rafmagn til að kæla tölvurnar.“ AtNorth á Akureyri hafa síðustu mánuði ráðið til sín 25 starfsmenn en stefna síðan að því að ráða aðra 25 starfsmenn á innan við ári. „Það eru svo verðmæt störf að myndast. Við erum að ráða vélvirkja, kerfisfræðinga, fólk með kæliþekkingu, rafeindavirkja, rafvirkja, lágspennu, háspennu, verkfræðinga, það er öll flóran að fá vinnu hérna.“ Nú er farið af stað gervigreindarkapphlaup í heiminum og eftirspurnin eftir gagnaverum eykst og eykst. „Núna erum við að hittast klukkan tvö í dag“, segir Erling og beinir orðum sínum til fréttamanns. „Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400, jafnvel 500 sinnum síðan í morgun. Þú bara veist ekki af því. Allt sem þú ert að gera á símanum og allt sem þú ert að gera, þetta fer allt í gagnaver.“ Fréttastofa vildi fá að mynda inni í verinu sjálfu en svarið var þvert nei, enda eru öryggiskröfurnar gríðarlegar og gögnin sem eru pössuð þar inni viðkvæm. „Öll gögn erum með sólarhringsvöktun, þú þarft að fara í gegnum ferli til að komst inn, við tökum af þér vegabréfið en þetta eru stífir ferlar til að komast inn.“ Orkumál Umhverfismál Tækni Gervigreind Akureyri Tengdar fréttir Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07 Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
AtNorth rekur nú ellefu gagnaver á Norðurlöndunum, þar af þrjú á Íslandi; í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Fyrirtækið býður meðal annars upp á sérhæfðar lausnir fyrir gagnaúrvinnslu og gervigreind. Fyrirtækið hefur markað sér sterka stöðu á ört vaxandi markaði en gervigreind kallar á sífellt meiri útreikninga og afkastagetu. AtNorth stendur í meiriháttar framkvæmdum við rætur Hlíðarfjalls og enn meiri fjárfesting er fyrirhuguð líkt og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrar hjá atNorth sagði okkur frá. „Við erum að stækka um tvö hús og þetta eru miklar framkvæmdir. Hér eru um 150 manns að vinna daglega að stækkun upp á 16 milljarða og þetta er fyrir kúnna bæði íslenska og alþjóðlega sem eru komnir inn í gagnaverið. Gervigreind hjálpar þessum hraða, það gerist allt á miklum hraða í gervigreindinni og það þarf að byggja gagnaverin hratt.“ Staðsetning gagnaversins er engin tilviljun en kuldinn þykir ákjósanlegur fyrir starfsemi sem þessa. „Það er ódýrara og þá þarf að nota þá minna rafmagn. Það er umhverfisvænna að vera í köldu umhverfi því þá þarf minna rafmagn til að kæla tölvurnar.“ AtNorth á Akureyri hafa síðustu mánuði ráðið til sín 25 starfsmenn en stefna síðan að því að ráða aðra 25 starfsmenn á innan við ári. „Það eru svo verðmæt störf að myndast. Við erum að ráða vélvirkja, kerfisfræðinga, fólk með kæliþekkingu, rafeindavirkja, rafvirkja, lágspennu, háspennu, verkfræðinga, það er öll flóran að fá vinnu hérna.“ Nú er farið af stað gervigreindarkapphlaup í heiminum og eftirspurnin eftir gagnaverum eykst og eykst. „Núna erum við að hittast klukkan tvö í dag“, segir Erling og beinir orðum sínum til fréttamanns. „Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400, jafnvel 500 sinnum síðan í morgun. Þú bara veist ekki af því. Allt sem þú ert að gera á símanum og allt sem þú ert að gera, þetta fer allt í gagnaver.“ Fréttastofa vildi fá að mynda inni í verinu sjálfu en svarið var þvert nei, enda eru öryggiskröfurnar gríðarlegar og gögnin sem eru pössuð þar inni viðkvæm. „Öll gögn erum með sólarhringsvöktun, þú þarft að fara í gegnum ferli til að komst inn, við tökum af þér vegabréfið en þetta eru stífir ferlar til að komast inn.“
Orkumál Umhverfismál Tækni Gervigreind Akureyri Tengdar fréttir Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07 Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07
Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30
Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52