Lífið

Eitt glæsi­legasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ármót er eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins.
Ármót er eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins.

Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins, Ármót við Hvolsvöll, hefur verið auglýst til sölu. Hafliði Þórður Halldórsson, tamningamaður og reiðkennari, er eigandi búsins sem er á 490 hektara landi. Ásett verð er 1,3 milljarðar króna.

Í fasteignaauglýsingunni á Vísis segir að eignin henti vel þeim sem vilja sameina hrossarækt og veiði í stórbrotnu umhverfi. 

Jörðin liggur að Eystri Rangá og veiðisvæðið, Eystri bakki Hólsár, sem er taliðeitt besta gæsaveiðisvæði landsins. 

Ármót býður upp á fjölbreytta og glæsilega aðstöðu með 300 fermetra gistihúsi, 1900 fermetra hesthúsi fyrir allt að 100 hesta, 1000 fermetra reiðhöll, veislusal auk veiðihúss og starfsmannahúsa.

Gistihúsið var endurnýjað árið 2018 en þar eru sex rúmgóð herbergi, þar af tvö með sérbaðherbergi, þrjú önnur baðherbergi, eldhús, matsal og stóra setustofu.

Þá fylgir kausafé, vinnuvélar og tæki eigninni, auk samþykkts byggingarréttar og öflugrar borholu með köldu vatni sem eykur möguleika á frekari uppbyggingu á svæðinu.

Íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk og gesti er gott og samanstendur af starfsmannahúsi með sérinngangi og tveimur nýlegum 40 fermetra smáhúsum.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.