„Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2025 09:30 Lautaro Martínez trúir því ekki að Calhanoglu sé meiddur. getty Lautaro Martínez lét liðsfélaga sinn hjá Inter, Hakan Calhanoglu, heyra það eftir að liðið datt úr leik á heimsmeistaramóti félagsliða í gær. Calhanoglu tók ekki þátt í leiknum, sem hann segir vera vegna meiðsla. Inter datt úr leik með 2-0 tapi gegn brasilíska liðinu Fluminense. Argentínski framherjinn Martínez var svekktur með að hafa dottið úr leik, sérlega eftir að hafa einnig misst af ítalska meistaratitlinum og tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Þjálfarinn Simone Inzaghi hætti störfum skömmu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Inter mætti því verr undirbúið til Bandaríkjanna á HM. Skömmu eftir að mótið hófst dró Hakan Calhanoglu sig svo úr leikmannahópnum, sem hann sagði vera vegna meiðsla í kálfa en síðan þá hefur tyrkneski miðjumaðurinn sést í Istanbul og er talinn vera að semja við Galatasaray. Forseti Inter, Giuseppe Marotta, staðfesti að fyrirliðinn Lautaro Martínez hafi verið að tala um Calhanoglu þegar hann sagði eftir leik: Capitan Lautaro senza 𝒑𝒆𝒍𝒊 𝒔𝒖𝒍𝒍𝒂 𝒍𝒊𝒏𝒈𝒖𝒂 🤬“Chi non vuole restare, se ne vada” 🎙️🎤 @alessiodegiu#LautaroMartinez #Inter #FIFACWC #DAZN pic.twitter.com/OkQeIan8lv— DAZN Italia (@DAZN_IT) June 30, 2025 „Þú verður að vilja vera hjá Inter. Við erum að berjast fyrir mikilvægum mörkum og þeir sem vilja vera hérna þurfa að sýna það. Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara. Við erum hérna að leggja okkur alla fram fyrir Inter og ég hef séð fullt af hlutum sem, ég sem fyrirliði, er mjög ósáttur með…“ sagði Martínez. Forsetinn Marotta sagði framtíð Calhanoglu óráðna en félagið væri opið fyrir tilboðum. Nýráðinn þjálfari liðsins, Christian Chivu, tjáði sig lítið um málið en virtist vera sammála Martínez. „Ummælin sýna ástríðu og keppnisskap, vilja til að snúa aftur og breyta genginu eftir erfitt tímabil“ sagði Chivu. Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Inter datt úr leik með 2-0 tapi gegn brasilíska liðinu Fluminense. Argentínski framherjinn Martínez var svekktur með að hafa dottið úr leik, sérlega eftir að hafa einnig misst af ítalska meistaratitlinum og tapað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Þjálfarinn Simone Inzaghi hætti störfum skömmu eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Inter mætti því verr undirbúið til Bandaríkjanna á HM. Skömmu eftir að mótið hófst dró Hakan Calhanoglu sig svo úr leikmannahópnum, sem hann sagði vera vegna meiðsla í kálfa en síðan þá hefur tyrkneski miðjumaðurinn sést í Istanbul og er talinn vera að semja við Galatasaray. Forseti Inter, Giuseppe Marotta, staðfesti að fyrirliðinn Lautaro Martínez hafi verið að tala um Calhanoglu þegar hann sagði eftir leik: Capitan Lautaro senza 𝒑𝒆𝒍𝒊 𝒔𝒖𝒍𝒍𝒂 𝒍𝒊𝒏𝒈𝒖𝒂 🤬“Chi non vuole restare, se ne vada” 🎙️🎤 @alessiodegiu#LautaroMartinez #Inter #FIFACWC #DAZN pic.twitter.com/OkQeIan8lv— DAZN Italia (@DAZN_IT) June 30, 2025 „Þú verður að vilja vera hjá Inter. Við erum að berjast fyrir mikilvægum mörkum og þeir sem vilja vera hérna þurfa að sýna það. Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara. Við erum hérna að leggja okkur alla fram fyrir Inter og ég hef séð fullt af hlutum sem, ég sem fyrirliði, er mjög ósáttur með…“ sagði Martínez. Forsetinn Marotta sagði framtíð Calhanoglu óráðna en félagið væri opið fyrir tilboðum. Nýráðinn þjálfari liðsins, Christian Chivu, tjáði sig lítið um málið en virtist vera sammála Martínez. „Ummælin sýna ástríðu og keppnisskap, vilja til að snúa aftur og breyta genginu eftir erfitt tímabil“ sagði Chivu.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira