Innlent

Annað út­kall vegna strandveiðibáts úti fyrir Pat­reks­firði

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Landhelgisgæslan

Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna strandveiðibáts sem lenti í vandræðum með stýri bátsins. Bátinn rak stjórnlaust í átt að landi en hann hefur nú verið dreginn til Patreksfjarðar.

Fyrr í dag fórst sjómaður þegar strandveiðibátur sökk á sömu slóðum.

Skipstjóri strandveiðibáts sem staddur var úti fyrir Patreksfirði hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir aðstoð á sjötta tímanum í dag.

Áhöfnin á varðskipinu Freyju, áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Varðskipið Freyja var skammt frá staðnum og gat brugðist hratt við.

Léttbátur Freyju var fyrstur á vettvang og gat tekið strandveiðibátinn í tog en hann var þá kominn mjög nærri landi. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði tók þá við drættinum og dró bátinn til Patreksfjarðar. Áhöfn Baldurs var þá einnig komin á vettvang.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×