Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júní 2025 22:18 Ármann Leifsson, forseti Röskvu og Arent Orri J Claessen, forseti SHÍ. Samsett Tuttugu þúsund króna munur er á niðurgreiddu árskorti í Strætó fyrir starfsfólk Háskóla Íslands og árskorti nemenda, starfsfólkinu í hag. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda HÍ eru afar óánægðir með ákvörðunina. Gjaldtaka við bílastæði HÍ hefst nú í haust eftir að henni var frestað fyrir um ári síðan. Nemendur og starfsfólk skólans þarf nú að greiða 230 króna tímagjald eða 1500 króna mánaðargjald fyrir bílastæði við skólabygginguna. „Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk,“ segir í tilkynningu skólans. Þar kemur fram að skrifi starfsfólk undir samgöngusamning, sem felur í sér að nota vistvænan ferðamáta á leið í vinnuna tvisvar í viku, fái þau árskort í Strætó á 36 þúsund krónur auk aðgangskorts í íþróttahúsið á vegum skólans. Í tilkynningunni segir einnig að nemendur fái sem fyrr fimmtíu prósent afslátt í Strætó. Með nemendaafslættinum borga nemendur 56 þúsund krónur fyrir árskort. Þá geta nemendur fengið aðgang að íþróttahúsinu gegn tólf þúsund króna ársgjaldi. Það munar því 32 þúsund krónum á samningi við starfsfólkið og kjör nemenda. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda óánægðir Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs HÍ og meðlimur í stúdentahreyfingunni Vöku, kom af fjöllum er blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Ef að þetta er rétt þá er það algjörlega galið,“ segir hann. „Það er frekar galið að ætla taka svona ákvörðun og niðurgreiða svona mikið hjá starfsmönnum sem fá nú þegar laun fyrir að mæta. Að stúdentar, sem eru nú ekki með mikið á milli handanna, þeir þurfi að borga brúsann.“ Ármann Leifsson, forseti Röskvu, segir það dapurlegt að svo mikill munur sé á kjörum starfsfólks og nemenda. „Það er 32 þúsund krónum auðveldara fyrir starfsfólk í fullu starfi að vera í skólanum heldur en það er fyrir stúdenta sem eru oftast með lágar tekjur.“ Ármann segir að tilkoma bílastæðagjalda við skólann hafi lengi legið fyrir en Röskva hafi barist fyrir samgöngukorti nemenda samhliða gjöldunum. Háskólinn hafi verið af öllum vilja gerður til að komast til móts við nemendur en sú staða hafi breyst í ársbyrjun 2024 þegar forsvarsmenn HÍ slitu samskiptum við forsvarsmenn Strætó. Ástæðan hafi verið að það væri of dýrt að niðurgreiða samgöngukort fyrir nemendur skólans. „Þetta er til hjá Landspítalanum sem er einn stærsti vinnustaður landsins,“ segir Ármann. „Rökin hjá HÍ voru að þetta samgöngukort væri of dýrt, það eru yfir þrjú þúsund starfsmenn hjá Háskóla Íslands.“ Beiti sér fyrir sérúrræðum og öðrum lausnum Bæði Arent og Ármann segjast ekki ætla að halda að sér höndum heldur beita sér áfram fyrir hagsmunum nemenda. „Þau segja 1500 krónur núna en það hefur verið talað um á fundum að þetta sé fyrsta skrefið svo að fólk venjist þessu,“ segir Ármann en hann telur það mikilvægt baráttumál að gjöldin verði ekki hækkuð. Arent segir að stúdentaráð muni boða mótspyrnu, en ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verði. Forsvarsmennirnir tveir tala minntust þá báðir á að mikilvægt baráttumál væri að veiti nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og fjölskyldufólki undanþágu frá gjöldunum. „Maður hefur ekki séð neitt um sérúrræði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðið, fjölskyldufólk eða vinnandi fólk,“ segir Arent. „Það eru engar undanþágur sem að Röskva var meðal annars að berjast fyrir, undanþágu fyrir fólk sem kemur ekki af höfuðborgarsvæðinu eða fjölskyldufólk,“ segir Ármann. Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Gjaldtaka við bílastæði HÍ hefst nú í haust eftir að henni var frestað fyrir um ári síðan. Nemendur og starfsfólk skólans þarf nú að greiða 230 króna tímagjald eða 1500 króna mánaðargjald fyrir bílastæði við skólabygginguna. „Samhliða þessum breytingum hefur Háskóli Íslands gert samning við Strætó um sérkjör á tímabilskortum í Strætó fyrir starfsfólk,“ segir í tilkynningu skólans. Þar kemur fram að skrifi starfsfólk undir samgöngusamning, sem felur í sér að nota vistvænan ferðamáta á leið í vinnuna tvisvar í viku, fái þau árskort í Strætó á 36 þúsund krónur auk aðgangskorts í íþróttahúsið á vegum skólans. Í tilkynningunni segir einnig að nemendur fái sem fyrr fimmtíu prósent afslátt í Strætó. Með nemendaafslættinum borga nemendur 56 þúsund krónur fyrir árskort. Þá geta nemendur fengið aðgang að íþróttahúsinu gegn tólf þúsund króna ársgjaldi. Það munar því 32 þúsund krónum á samningi við starfsfólkið og kjör nemenda. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda óánægðir Arent Orri J. Claessen, forseti stúdentaráðs HÍ og meðlimur í stúdentahreyfingunni Vöku, kom af fjöllum er blaðamaður heyrði í honum hljóðið. „Ef að þetta er rétt þá er það algjörlega galið,“ segir hann. „Það er frekar galið að ætla taka svona ákvörðun og niðurgreiða svona mikið hjá starfsmönnum sem fá nú þegar laun fyrir að mæta. Að stúdentar, sem eru nú ekki með mikið á milli handanna, þeir þurfi að borga brúsann.“ Ármann Leifsson, forseti Röskvu, segir það dapurlegt að svo mikill munur sé á kjörum starfsfólks og nemenda. „Það er 32 þúsund krónum auðveldara fyrir starfsfólk í fullu starfi að vera í skólanum heldur en það er fyrir stúdenta sem eru oftast með lágar tekjur.“ Ármann segir að tilkoma bílastæðagjalda við skólann hafi lengi legið fyrir en Röskva hafi barist fyrir samgöngukorti nemenda samhliða gjöldunum. Háskólinn hafi verið af öllum vilja gerður til að komast til móts við nemendur en sú staða hafi breyst í ársbyrjun 2024 þegar forsvarsmenn HÍ slitu samskiptum við forsvarsmenn Strætó. Ástæðan hafi verið að það væri of dýrt að niðurgreiða samgöngukort fyrir nemendur skólans. „Þetta er til hjá Landspítalanum sem er einn stærsti vinnustaður landsins,“ segir Ármann. „Rökin hjá HÍ voru að þetta samgöngukort væri of dýrt, það eru yfir þrjú þúsund starfsmenn hjá Háskóla Íslands.“ Beiti sér fyrir sérúrræðum og öðrum lausnum Bæði Arent og Ármann segjast ekki ætla að halda að sér höndum heldur beita sér áfram fyrir hagsmunum nemenda. „Þau segja 1500 krónur núna en það hefur verið talað um á fundum að þetta sé fyrsta skrefið svo að fólk venjist þessu,“ segir Ármann en hann telur það mikilvægt baráttumál að gjöldin verði ekki hækkuð. Arent segir að stúdentaráð muni boða mótspyrnu, en ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verði. Forsvarsmennirnir tveir tala minntust þá báðir á að mikilvægt baráttumál væri að veiti nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og fjölskyldufólki undanþágu frá gjöldunum. „Maður hefur ekki séð neitt um sérúrræði fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðið, fjölskyldufólk eða vinnandi fólk,“ segir Arent. „Það eru engar undanþágur sem að Röskva var meðal annars að berjast fyrir, undanþágu fyrir fólk sem kemur ekki af höfuðborgarsvæðinu eða fjölskyldufólk,“ segir Ármann.
Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Bílastæði Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira