Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 1. júlí 2025 07:30 Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun