Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 07:26 Matt Freese sótti námskeið í Harvard um vítaspyrnur og virðist hafa lært vel af því. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Bandaríkin komust áfram eftir einvígi við Kosta Ríka í átta liða úrslitum Gullbikarsins. Markmaðurinn Matt Freese, nýútskrifaður af Harvard námskeiði í vítaspyrnuvörslum, varð hetja heimamanna. Kanada er hins vegar úr leik eftir tap gegn Gvatemala. Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira
Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjá meira