Tugir missa vinnuna í sumar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2025 21:00 Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Sýn Forstjóri PCC á Bakka vonar að þeir tugir starfsmanna verksmiðjunnar sem missa vinnuna í sumar þreyi þorrann þar til hægt verði að hefja rekstur að nýju og ráði sig aftur til PCC. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um mál PCC. Forstjórinn segir nauðsynlegt að stemma stigu við ríkisstyrktum innflutningi á kínverskum málmi. „Það er bara ákaflega þungbært og svo vitum við í rauninni ekki hvað stöðvunin mun vara lengi. Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt, Húsavík og Norðurþing ekki síst en líka bara fyrir ísland, land og þjóð,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Þegar tilkynnt var um hina tímabundnu rekstrarstöðvun í maí síðastliðnum var vísað til erfiðleika á mörkuðum með kísilmálma og raskana vegna tollastríðs. Ódýr innflutningur á ríkisstyrktum kísilmálmi frá Kína skekki verulega samkepnni. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um málefni PCC. „Fyrst og fremst að markaðirnir batni en til þess að það gerist þá þurfa stjórnvöld bæði a íslandi og ekki síður í Evrópusambandinu að stíga inn i og koma í veg fyrir, að við teljum, þennan ólöglega innflutning frá Kína, sem er kominn til vegna gríðarlegra ríkisstyrkja þar i landi. Þetta er bara ójöfn samkeppni, við viljum bara keppa á eðlilegum forsendum við samkeppnisaðila í Evrópu og annars staðar í heminum en ekki óeðlilega samkeppni, það gengur ekki til lengdar. Þetta mun hafa áhrif á fleiri í Evrópu ef ekki verður brugðist við og stigið fast niður.“ Kæra innflutning kínverskra málma Forsvarsmenn PCC hafa kært innflutning á ríkisstyrktum kínverskum málmi til fjármálaráðuneytisins en Kári kveðst bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Þá hafi nýliðinn NATO fundur einnig verið gott innlegg. „Fólk verður að skilja að þessi málmar sem við erum að framleiða og fleiri, þetta er bara mjög mikilvægt í stratigískum tilgangi fyrir álfuna sjálfa að geta verið sjálfbær, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu í þessu og getum farið að keppa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli við aðra … ég er ákaflega bjartsýnn að þetta muni fara allt saman af stað áður en langt um líður þó það sé ólíklegt að það verði fyrr en í byrjun næsta árs.“ PCC er gríðarlega mikilvægur vinnuveitandi í öllu Norðurþingi. „Stærsti útsvarsgreiðandi á svæðinu og ákaflega stoltir af því að allir starfsmennirnir hérna eru búnir að vera hjá okkur lengi, vilja koma og starfa hjá okkur aftur og ég hef mikla trú á því að megnið af starfsmönnunum muni þreyja þorrann yfir nokkra mánuði yfir vetrartímann um leið og það er hægt.“ Norðurþing Kína Vinnumarkaður Tengdar fréttir 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
„Það er bara ákaflega þungbært og svo vitum við í rauninni ekki hvað stöðvunin mun vara lengi. Þetta er náttúrulega gríðarlegt högg fyrir samfélagið allt, Húsavík og Norðurþing ekki síst en líka bara fyrir ísland, land og þjóð,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC á Bakka. Þegar tilkynnt var um hina tímabundnu rekstrarstöðvun í maí síðastliðnum var vísað til erfiðleika á mörkuðum með kísilmálma og raskana vegna tollastríðs. Ódýr innflutningur á ríkisstyrktum kísilmálmi frá Kína skekki verulega samkepnni. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um málefni PCC. „Fyrst og fremst að markaðirnir batni en til þess að það gerist þá þurfa stjórnvöld bæði a íslandi og ekki síður í Evrópusambandinu að stíga inn i og koma í veg fyrir, að við teljum, þennan ólöglega innflutning frá Kína, sem er kominn til vegna gríðarlegra ríkisstyrkja þar i landi. Þetta er bara ójöfn samkeppni, við viljum bara keppa á eðlilegum forsendum við samkeppnisaðila í Evrópu og annars staðar í heminum en ekki óeðlilega samkeppni, það gengur ekki til lengdar. Þetta mun hafa áhrif á fleiri í Evrópu ef ekki verður brugðist við og stigið fast niður.“ Kæra innflutning kínverskra málma Forsvarsmenn PCC hafa kært innflutning á ríkisstyrktum kínverskum málmi til fjármálaráðuneytisins en Kári kveðst bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu. Þá hafi nýliðinn NATO fundur einnig verið gott innlegg. „Fólk verður að skilja að þessi málmar sem við erum að framleiða og fleiri, þetta er bara mjög mikilvægt í stratigískum tilgangi fyrir álfuna sjálfa að geta verið sjálfbær, þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við fáum jákvæða niðurstöðu í þessu og getum farið að keppa á eðlilegum samkeppnisgrundvelli við aðra … ég er ákaflega bjartsýnn að þetta muni fara allt saman af stað áður en langt um líður þó það sé ólíklegt að það verði fyrr en í byrjun næsta árs.“ PCC er gríðarlega mikilvægur vinnuveitandi í öllu Norðurþingi. „Stærsti útsvarsgreiðandi á svæðinu og ákaflega stoltir af því að allir starfsmennirnir hérna eru búnir að vera hjá okkur lengi, vilja koma og starfa hjá okkur aftur og ég hef mikla trú á því að megnið af starfsmönnunum muni þreyja þorrann yfir nokkra mánuði yfir vetrartímann um leið og það er hægt.“
Norðurþing Kína Vinnumarkaður Tengdar fréttir 134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33 Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02 Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
134 sagt upp í þremur hópuppsögnum Alls var 134 manns sagt upp í þremur hópuppsögnum í nýliðnum maímánuði. 2. júní 2025 13:33
Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27. maí 2025 20:02
Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu. 13. júní 2025 13:11