Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 22:30 Tobin Heath er hér á milli þeirra Roberto Martínez og Pascal Zuberbühler í störfum fyrir tækninefnd FIFA á leik Al Ahly og InterCF Miami á HM félagsliða. Getty/Leonardo Fernande Tobin Heath segist ekki þurfa að vera með neina minnimáttarkennd þrátt fyrir að vera eina konan í tækninefnd FIFA á heimsmeistaramóti félagsliða. Eintómir karlmenn eru með henni í tækninefndinni þar á meðal eru Arsene Wenger, Jurgen Klinsmann og Roberto Martínez. Þar eru líka Esteban Cambiasso og Gilberto Silva. „Þú ert í tækninefnd með fimm karlmönnum sem allir hafa náð langt. Þú ert ekki komin með þjálfarargráðu, þú ert kona og miklu yngri en þeir allir. Finnur þú til minnimáttarkenndar,“ spurði Christen Press, kærasta Press og fyrrum liðsfélagi hennar í bandaríska landsliðinu. „Nei. Ég er langsigursælust af þeim öllum sem eru í þessu herbergi,“ sagði Tobin Heath. „Mér finnst ég samt heppin og að þetta eru forréttindi fyrir mig,“ sagði Heath. Tobin Heath er 37 ára gömul og lagði skóna á hilluna árið 2022. Hún lék á sínum tíma 181 landsleik fyrir Bandaríkin og skoraði í þeim 36 mörk. Hún fer ekkert með rangt mál þegar hún segist hafa verið sigursæl á sínum ferli. Heath varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Ólympíumeistari. Þá vann hún Algarve bikarinn fjórum sinnum og Norður- og Mið-Ameríkukeppnina tvisvar. Heath varð einnig tvisvar bandarískur meistari með Portland Thorns, deildarmeistari með OL Reign og varð auk þess þrisvar bandarískur háskólameistari með University of North Carolina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Eintómir karlmenn eru með henni í tækninefndinni þar á meðal eru Arsene Wenger, Jurgen Klinsmann og Roberto Martínez. Þar eru líka Esteban Cambiasso og Gilberto Silva. „Þú ert í tækninefnd með fimm karlmönnum sem allir hafa náð langt. Þú ert ekki komin með þjálfarargráðu, þú ert kona og miklu yngri en þeir allir. Finnur þú til minnimáttarkenndar,“ spurði Christen Press, kærasta Press og fyrrum liðsfélagi hennar í bandaríska landsliðinu. „Nei. Ég er langsigursælust af þeim öllum sem eru í þessu herbergi,“ sagði Tobin Heath. „Mér finnst ég samt heppin og að þetta eru forréttindi fyrir mig,“ sagði Heath. Tobin Heath er 37 ára gömul og lagði skóna á hilluna árið 2022. Hún lék á sínum tíma 181 landsleik fyrir Bandaríkin og skoraði í þeim 36 mörk. Hún fer ekkert með rangt mál þegar hún segist hafa verið sigursæl á sínum ferli. Heath varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Ólympíumeistari. Þá vann hún Algarve bikarinn fjórum sinnum og Norður- og Mið-Ameríkukeppnina tvisvar. Heath varð einnig tvisvar bandarískur meistari með Portland Thorns, deildarmeistari með OL Reign og varð auk þess þrisvar bandarískur háskólameistari með University of North Carolina. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira