Fyrstu peningaverðlaunin á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 10:31 Bergrós Björnsdóttir fagnar góðum árangri í einni af greinunum í Finnlandi. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir náði flottum árangri á CrossFit móti í Finnlandi um helgina. Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva) CrossFit Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira
Bergrós endaði í þriðja sæti á Turku Tuomiopäiva mótinu og vann sér inn þúsund evrur í verðlaunafé. Íslenski hópurinn á mótinu í Finnlandi. Haraldur Holgersson, Steinunn Anna Svansdóttir og Bergrós Björnsdóttir.@eggertolafs Þetta eru fyrstu peningaverðlaunin hjá hinni átján ára Bergrós sem er á fyrsta ári í fullorðinsflokki. Þúsund evrur eru um 142 þúsund íslenskar krónur. Bergrós endaði mótið með 650 stig. Hún var 55 stigum á eftir sigurvegaranum, sem var Belginn Van Arnhem Jasmien. Það munaði síðan aðeins tíu stigum á Bergrós og Eistanum Andra Moistus sem varð önnur. Bergrós varð í fjórða sætinu fyrir lokagreinina en vann sig inn á verðlaunapallinn með því að ná í 85 stig. Hún endaði með 25 stigum meira en heimakonan Ida Kontkanen sem varð fjórða. Bergrós náði ekki að vinna grein en varð önnur í tveimur greinum og meðal fimm efstu í sex af átta greinum. Reynsluleysið sást því ekki í keppninni sjálfri en kom aðeins í ljós á verðlaunapallinum þegar átti að opna og fagna með kampavínflösku. Vonandi bara fyrsta verðlaunaflaskan af mörgum. Ísland átti fleiri keppendur á móti því Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir varð í fimmta sæti með 610 stig eða fjörutíu stigum minna en Bergrós. Steinunn Anna sýndi mikinn andlegan og styrk og þrautseigju með því að klára mótið svona vel því hún meiddist illa á ökkla fjórum vikum fyrir keppni. Haraldur Holgersson varð síðan í fimmta sæti hjá körlunum. Hann fékk 595 stig og var 110 stigum á eftir sigurvegaranum og hundrað stigum frá verðlaunasæti. View this post on Instagram A post shared by Turku Tuomiopäivä (@turkutuomiopaiva)
CrossFit Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira