Stelpurnar okkar mættar í paradísina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 09:03 Það ku vera fallegt í Gunten í Sviss og það er það svo sannarlega. @footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta ferðaðist í gær frá Serbíu til Sviss þar sem þær spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppninni á miðvikudagskvöldið. Íslenski hópurinn er nú kominn alla leið í höfuðstöðvar sínar í Sviss sem er litla fjallaþorpið Gunten sem stendur við bakka Thun vatnsins. Þar mun íslenska liðið dvelja á meðan þær eru inni á mótinu. Íslenska mætir Finnum í fyrsta leik í borginni Thun sem er í aðeins tólf mínútna fjarlægð frá hóteli stelpnanna. Þriðji leikurinn er einnig í Thun en leikurinn í miðjunni í riðlinum verður spilaður á móti heimakonum og fer fram í Bern sem er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá Gunten. Samfélagsmiðladeild Knattspyrnusambands Íslands hefur byrjað þetta mót afar vel og leyft áhugasömum að skyggnast bak við tjöldin í æfingabúðunum liðsins í Serbíu. Það var engin breyting á því eftir þennan ferðadag. Nýjasta myndbandið er einmitt frá komu stelpnanna til Gunten en þar segir „mættar í paradísina“ og miðað við myndirnar þá er hægt að taka undir þau orð. Það var vel tekið á móti stelpunum á hótelinu því þær fengu heiðursvörð, það var klappað fyrir þeim og íslenski fáninn var áberandi alls staðar. Það er auðvitað mikilvægt að það fari vel um liðið á mótinu og það vantar ekki útsýnið og náttúrufegurðina í kringum hótelið. Stelpurnar enduðu daginn á því að leika sér niður við vatnið og fá sér kaffisopa í kvöldsólinni á svölum hótelsins. Það þarf líklega enginn að hafa mikla áhyggjur af því að það fari ekki vel um þær á paradísarstað eins og þessum. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Íslenski hópurinn er nú kominn alla leið í höfuðstöðvar sínar í Sviss sem er litla fjallaþorpið Gunten sem stendur við bakka Thun vatnsins. Þar mun íslenska liðið dvelja á meðan þær eru inni á mótinu. Íslenska mætir Finnum í fyrsta leik í borginni Thun sem er í aðeins tólf mínútna fjarlægð frá hóteli stelpnanna. Þriðji leikurinn er einnig í Thun en leikurinn í miðjunni í riðlinum verður spilaður á móti heimakonum og fer fram í Bern sem er í rúmlega hálftíma fjarlægð frá Gunten. Samfélagsmiðladeild Knattspyrnusambands Íslands hefur byrjað þetta mót afar vel og leyft áhugasömum að skyggnast bak við tjöldin í æfingabúðunum liðsins í Serbíu. Það var engin breyting á því eftir þennan ferðadag. Nýjasta myndbandið er einmitt frá komu stelpnanna til Gunten en þar segir „mættar í paradísina“ og miðað við myndirnar þá er hægt að taka undir þau orð. Það var vel tekið á móti stelpunum á hótelinu því þær fengu heiðursvörð, það var klappað fyrir þeim og íslenski fáninn var áberandi alls staðar. Það er auðvitað mikilvægt að það fari vel um liðið á mótinu og það vantar ekki útsýnið og náttúrufegurðina í kringum hótelið. Stelpurnar enduðu daginn á því að leika sér niður við vatnið og fá sér kaffisopa í kvöldsólinni á svölum hótelsins. Það þarf líklega enginn að hafa mikla áhyggjur af því að það fari ekki vel um þær á paradísarstað eins og þessum. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira