Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2025 10:18 Túvalúar veiða sér fisk í lóni við Kyrrahafseyjarnar. Þær gætu orðið óbyggilegar um miðja öldina vegna hækkandi yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Vegabréfsáritunin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er ætlað að bregðast við þvinguðum fólksflutningum vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Túvalúeyjaklasinn stendur aðeins fimm metra fyrir ofan sjávarmál og hafa vísindamenn áætlað að stærsti hluti hans verði undir sjávarmáli á háflóði, eins og það er núna, um miðja öldina. Sjávarstaða fer hækkandi vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla. Dregið verður úr umsóknum um áritanirnar. Þeir sem verða dregnir út fá varanlegt dvalarleyfi í Ástralíu og fullt frelsi til þess að ferðast þangað og þaðan að vild. Þá fá þeir aðgang að ástralska heilbrigðiskerfinu og sama fjárhagslega stuðning vegna barnavistunar og náms og ástralskir ríkisborgarar. Þegar höfðu rúmlega ellefu hundruð umsóknir fyrir ríflega fjögur þúsund Túvalúbúa borist í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um 10.600 manns bjuggu á eyjunum samkvæmt manntali sem var tekið árið 2022. Aðeins 280 vegabréfaáritanir eru þó í boði á ári. Áritanirnar byggja á samkomulagi sem áströlsk og túvalúsk stjórnvöld gerðu með sér í fyrra. Með því skuldbundu Ástralir sig til þess að koma eyjunum til varnar í náttúruhamförum, heilbrigðisneyðartilvikum og gegn hernaðarlegum árásum. Loftslagsmál Túvalú Ástralía Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Vegabréfsáritunin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum sem er ætlað að bregðast við þvinguðum fólksflutningum vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Túvalúeyjaklasinn stendur aðeins fimm metra fyrir ofan sjávarmál og hafa vísindamenn áætlað að stærsti hluti hans verði undir sjávarmáli á háflóði, eins og það er núna, um miðja öldina. Sjávarstaða fer hækkandi vegna hlýnunar hafsins og bráðnunar jökla. Dregið verður úr umsóknum um áritanirnar. Þeir sem verða dregnir út fá varanlegt dvalarleyfi í Ástralíu og fullt frelsi til þess að ferðast þangað og þaðan að vild. Þá fá þeir aðgang að ástralska heilbrigðiskerfinu og sama fjárhagslega stuðning vegna barnavistunar og náms og ástralskir ríkisborgarar. Þegar höfðu rúmlega ellefu hundruð umsóknir fyrir ríflega fjögur þúsund Túvalúbúa borist í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins. Um 10.600 manns bjuggu á eyjunum samkvæmt manntali sem var tekið árið 2022. Aðeins 280 vegabréfaáritanir eru þó í boði á ári. Áritanirnar byggja á samkomulagi sem áströlsk og túvalúsk stjórnvöld gerðu með sér í fyrra. Með því skuldbundu Ástralir sig til þess að koma eyjunum til varnar í náttúruhamförum, heilbrigðisneyðartilvikum og gegn hernaðarlegum árásum.
Loftslagsmál Túvalú Ástralía Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Vilja halda í þjóðarrétt sinn þó að Túvalú sökkvi í sæ Utanríkisráðherra Túvalú segir að stjórnvöld á eyríkinu kanni nú lögfræðilegan grundvöll þess að þjóðin haldi þjóðarrétti sínum jafnvel þó að eyjan sökkvi í Kyrrahafið vegna loftslagsbreytinga. 9. nóvember 2021 14:22