Augnablikið Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 27. júní 2025 06:30 Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Jóhann Hjartarson Heilsa Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lífið er fullt af litlum augnablikum sem maður reynir að grípa en svo líða þau hjá. Það er búið að vera markmið mitt árið 2025 að reyna vera meira viðstaddur dags daglega á líðandi stundu. Hefur það alls ekki verið létt en sjúklega gefandi á sama tíma. Það þekkja nú allir að eiga tímabil þar sem vinnan er númer eitt og svo líða 2-3 mánuðir og allt í einu lítur maður til baka og hugsar; Hvað er ég búinn að vera gera allan þennan tíma ? Er ég búinn að vera ná markmiðum mínum ? Hvernig hefur mér liðið ? Er þetta það sem ég vil verja mínum tíma í ? Þetta þekkja allir. Þannig var markmiðið mitt að reyna staldra við sem oftast og upplifa fleiri augnablik á hverjum degi. Það þýddi þá að reyna sleppa tökunum á því að hugsa alltaf um framtíðina, fortíðina og hætta að dæma hugsanir sínar og líðan. Þess í stað að vera heill til staðar á hverjum tíma full meðvitaður um augnablikið sem nú líður. Það er einfaldara sagt en gert. Því það er svo mikið af hlutum í lífinu sem vilja taka athygli manns í burtu frá líðandi stundu. Vinna, síminn, vinir, skipulag, stór verkefni og maður sjálfur. Einfaldast fyrir mér var að ýta ytri hlutum í burtu en erfiðast var að takast á við sjálfan sig. Því lífið er jú ekki alltaf dans á rósum eins og flestir vita. Þau tímabil eru erfið og taka á. Sérstaklega þegar manni sjálfum líður ekki vel. En þar liggur fegurðin. Það er akkúrat æfingin. Að dæma ekki sjálfan sig og tilfinningar sínar. Að reyna taka eftir, skilja og sýna því jafnvel ást og umhyggju hvernig maður er og hvernig manni líður. Það geri ég með því að leyfa tilfinningunum að koma, taka eftir þeim og vera í þeim. Það krefst vinnu og þolinmæði að þjálfa sig í. Þetta er hæfileiki sem ég hef alls ekki verið góður í en er að æfa mig í núna. Og er alls ekki orðinn bestur í. En það kemur og það er partur af því fallega ferðalagi sem lífið er. Vonandi getur þessi æfing hjálpað einhverjum eins og hún hefur hjálpað mér. Því lífið er núna og hvert augnablik sem líður kemur ekki aftur svo við skulum njóta þess. Höfundur er einkaþjálfari og heilsuráðgjafi í Hreyfingu með BS í Sálfræði
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun