Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2025 10:33 Birkir Bjarnason lék með Brescia á Ítalíu í vetur en mikil óvissa ríkir hjá félaginu eftir að það var dæmt niður um deild vegna skulda. Getty „Ég er ótrúlega ánægður með það sem ég hef gert og ef ég tek þá ákvörðun að hætta þá væri ég sáttur. Það styttist í að ég ákveði mig,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta frá upphafi. Hann liggur undir feldi eftir stormasama lokadaga hjá félagi hans Brescia á Ítalíu. Birkir, sem er 37 ára, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar hann fagnaði 2-1 sigri með Brescia gegn Reggiana 13. maí. Sigri sem átti að halda Brescia í ítölsku B-deildinni en svo voru stig tekin af félaginu vegna fjárhagsvandræða, það dæmt niður um deild og algjör óvissa ríkir um framtíð þess. Hið sama má segja um framtíðina hjá Birki: „Staðan er svolítið óskýr ennþá. Það var leiðinlegt að þetta skyldi fara eins og þetta fór hjá Brescia því ég var kominn í starf hjá þeim,“ segir Birkir sem átti að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Berscia. „Ég átti að taka eitt ár með manninum sem var yfirmaður knattspyrnumála, á meðan ég væri að taka prófið og læra af honum, og taka svo við. Þetta var mjög spennandi en því miður fór sem fór. Ef ég hefði farið í þetta þá hefði ég lagt skóna á hilluna,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki, flesta allra íslenskra knattspyrnukarla.Getty/Alex Grimm Hann hefur nú verið rúma viku í sumarfríi á Íslandi með konu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon, og eins árs gamalli dóttur þeirra, Sofiu Lív. Þó að dagarnir í húsi þeirra í Kópavogi, og nú hjá ömmu og afa Birkis á Akureyri, séu nýttir í að slappa af og njóta lífsins þá er Birkir einnig að velta næsta skrefi fyrir sér og hvort nógu spennandi símtal berist frá umboðsmanninum: „Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum,“ segir Birkir en eins og fyrr segir reiknaði hann einfaldlega með því að hætta og hefja nýjan starfsferil hjá Brescia, áður en allt fór þar í skrúfuna: „Þetta kom mjög á óvart. Við héldum okkur uppi með sigri í síðustu umferðinni en svo komu þessar fréttir. Mér skilst að ítalska sambandið hafi vitað þetta síðan í mars, að það hefði eitthvað verið að greiðslu frá Brescia, en mér hefur verið sagt að klúbburinn hafi ekkert fengið að vita fyrr en 3-4 dögum fyrir síðasta leik. En ég svo sem þekki ekki alla söguna. Þetta fór alla vega þannig að það voru tekin af okkur stig þannig að við féllum, og Sampdoria hélt sér uppi. Þannig að það eru alls konar orðrómar í gangi varðandi það,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason fagnar markinu gegn Portúgal á EM 2016, fyrsta marki Íslands á stórmóti.Getty/Simon Hofmann Birkir hefur aldrei spilað með meistaraflokki hér á landi og flutti ungur frá Akureyri til Noregs, eftir að hafa æft með yngri flokkum KA. Fari svo að hann haldi áfram að spila, kæmi þá til greina að það yrði á Íslandi? „Ég hef svo sem ekkert pælt í því. Ég ætla bara að sjá hvað er í boði. Ég er með umboðsmenn sem að gætu haft samband allt í einu og tek mína ákvörðun þegar eitthvað gerist.“ Fari svo að Birkir leggi skóna á hilluna þá gerir hann það eins og fyrr segir sem leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, með 113 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu árið 2022. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Birkir, sem er 37 ára, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á farsælum ferli þegar hann fagnaði 2-1 sigri með Brescia gegn Reggiana 13. maí. Sigri sem átti að halda Brescia í ítölsku B-deildinni en svo voru stig tekin af félaginu vegna fjárhagsvandræða, það dæmt niður um deild og algjör óvissa ríkir um framtíð þess. Hið sama má segja um framtíðina hjá Birki: „Staðan er svolítið óskýr ennþá. Það var leiðinlegt að þetta skyldi fara eins og þetta fór hjá Brescia því ég var kominn í starf hjá þeim,“ segir Birkir sem átti að taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Berscia. „Ég átti að taka eitt ár með manninum sem var yfirmaður knattspyrnumála, á meðan ég væri að taka prófið og læra af honum, og taka svo við. Þetta var mjög spennandi en því miður fór sem fór. Ef ég hefði farið í þetta þá hefði ég lagt skóna á hilluna,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason á að baki 113 A-landsleiki, flesta allra íslenskra knattspyrnukarla.Getty/Alex Grimm Hann hefur nú verið rúma viku í sumarfríi á Íslandi með konu sinni, frönsku fyrirsætunni Sophie Gordon, og eins árs gamalli dóttur þeirra, Sofiu Lív. Þó að dagarnir í húsi þeirra í Kópavogi, og nú hjá ömmu og afa Birkis á Akureyri, séu nýttir í að slappa af og njóta lífsins þá er Birkir einnig að velta næsta skrefi fyrir sér og hvort nógu spennandi símtal berist frá umboðsmanninum: „Núna er ég aðeins að kíkja í kringum mig og skoða hvað er í boði. Ég þarf náttúrulega að fara að taka ákvörðun um hvort ég ætli að halda áfram að spila eða ekki. Það þarf að vera eitthvað mjög spennandi, annars mun ég ekki nenna því. Ég ákveð þetta í rólegheitunum,“ segir Birkir en eins og fyrr segir reiknaði hann einfaldlega með því að hætta og hefja nýjan starfsferil hjá Brescia, áður en allt fór þar í skrúfuna: „Þetta kom mjög á óvart. Við héldum okkur uppi með sigri í síðustu umferðinni en svo komu þessar fréttir. Mér skilst að ítalska sambandið hafi vitað þetta síðan í mars, að það hefði eitthvað verið að greiðslu frá Brescia, en mér hefur verið sagt að klúbburinn hafi ekkert fengið að vita fyrr en 3-4 dögum fyrir síðasta leik. En ég svo sem þekki ekki alla söguna. Þetta fór alla vega þannig að það voru tekin af okkur stig þannig að við féllum, og Sampdoria hélt sér uppi. Þannig að það eru alls konar orðrómar í gangi varðandi það,“ segir Birkir. Birkir Bjarnason fagnar markinu gegn Portúgal á EM 2016, fyrsta marki Íslands á stórmóti.Getty/Simon Hofmann Birkir hefur aldrei spilað með meistaraflokki hér á landi og flutti ungur frá Akureyri til Noregs, eftir að hafa æft með yngri flokkum KA. Fari svo að hann haldi áfram að spila, kæmi þá til greina að það yrði á Íslandi? „Ég hef svo sem ekkert pælt í því. Ég ætla bara að sjá hvað er í boði. Ég er með umboðsmenn sem að gætu haft samband allt í einu og tek mína ákvörðun þegar eitthvað gerist.“ Fari svo að Birkir leggi skóna á hilluna þá gerir hann það eins og fyrr segir sem leikjahæsti landsliðskarl Íslands frá upphafi, með 113 A-landsleiki en hann lék síðast með landsliðinu árið 2022.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Félagið hans Birkis Bjarna gjaldþrota Fornfrægt ítalskt fótboltafélag er farið á hausinn eftir 114 tímabil í ítalska boltanum. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, Birkir Bjarnason, lék með liðinu undanfarin tvö ár. 8. júní 2025 09:32