Var ekki með réttindi til að aka hjólinu sem átti ekki að vera í umferð Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2025 12:47 Yfirlitsmynd af slysstað á Heiðmerkurvegi. RNSA Ökumaður bifhjóls sem lést af völdum áverka sem hann hlaut eftir að hafa kastast af hjólinu á Heiðmerkurvegi í mars 2024 var ekki með ökuréttindi fyrir bifhjólinu. Þá átti hjólið ekki að vera í umferð þar sem skráningarnúmer þess hafði verið innlagt hjá skoðunarstofu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa áréttar að mikilvægt sé að ökumenn þarfnist þjálfunar við til að öðlast ökuréttindi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar um bifhjólaslyss sem varð 7. mars 2024. Nítján ára karlmaður lést í slysinu. Í skýrslunni segir að maðurinn hafi ekið bifhjóli af gerðinni Sherco suðaustur Heiðmerkurveg en um 2,3 kílómetrum frá gatnamótum við Elliðavatnsveg hafi hann misst stjórn á hjólinu þannig að það fór út fyrir veg, yfir á kjarr- og móavaxið hraun vestan megin vegarins. Þar hafi hann kastast af hjólinu og í kjölfarið látist af völdum fjöláverka. Fram kemur að bifhjólið hafi verið talsvert skemmt eftir slysið en að ekkert hafi bent til þess að rekja ætti orsakir þess til ástands hjólsins. Hjólið sjálft var nýskráð árið 2022, var um 200 kíló, 80 sentimetrar að breidd og um 2,2 metrar að lengd. Hjólið var á grófum hjólbörðum, ætluðum fyrir utanvegaakstur, en í tæknirannsókn kom fram að hjólbarðarnir henti illa við akstur á bundnu slitlagi og geti verið hálir, sérstaklega ef yfirborðið er blautt. Fram kemur að bifhjól úr þessum ökutækjaflokki séu skráningar- og skoðunarskyld. Umrætt hjól var hins vegar skráð úr umferð í september 2023 og skráningarnúmer sett í geymslu. Maðurinn sem ók hjólinu var skráður eigandi bifhjólsins. Vegurinn var rakur þegar slysið varð en pollar voru á veginum og í vegarkanti við slysstað með nokkru millibili. Hiti var um 6°C og hægur vindur.RNSA Í skýrslunni segir að á slysstað hafi vegurinn hafi verið sex metrar á breidd og engar vegaaxlir. „Vegurinn var rakur þegar slysið varð en pollar voru á veginum og í vegarkanti við slysstað með nokkru millibili. Hiti var um 6°C og hægur vindur.“ Heyrði óvenjulegt hljóð Við rannsókn ræddu nefndarmenn við samferðamann hins látna. Sá ók öðru bifhjóli á undan þegar slysið varð, og sagðist hann hafa heyrt óvenjulegt hljóð og því litið því til baka. „Sá hann þá hvar bifhjólið var komið út fyrir veg og ökumaðurinn kastast af því. Hann sagðist ekki hafa séð hvað olli slysinu. Ökumaðurinn missti stjórn á bifhjólinu með þeim afleiðingum að hann ók út af veginum og út í gróið hraunið.Á bundna slitlaginu voru 9 metra löng skriðför. Slysið varð á beinum vegarkafla,“ segir í skýrslunni. Bifhjólið var af gerðinni Sherco, nýskráð 2022. Það átti hins vegar ekki að vera í umferð þar sem búið var að leggja skráningarnúmer þess inn hjá skoðunarstofu. RNSA Nefndin mat það sem svo að aðstæður á slysstað bendi til þess að ökumaður hafi kastast af hjólinu þegar það lenti í hvilft utan vegarins. Samferðarmaðurinn sagði þá hafa ekið á 40 til 50 kílómetra hraða þegar slysið varð, en í skýrslunni segir að ekki hafi reynst unnt að sjá neinar vísbendingar um hraða hjólsins þegar slysið varð. Meginorsakir slyssins Að mati nefndarinnar var meginorsök banaslyssins að ökumaður hafi misst stjórn á hjólinu sem hafi verið út fyrir veg þar sem hann kastaðist af því. Þá hafði hann ekki þau A2 ökuréttindi sem krafist er fyrir akstur bifhjóla af þeirri gerð sem hann ók. Loks segir að í september 2023 hafi skráningarnúmer bifhjólsins verið lögð inn til geymslu og það skráð úr umferð. Bifhjólið hafi því ekki átt að vera í umferð. Þarfnist þjálfunar Í lok skýrslunnar áréttar rannsóknarnefndin að mikilvægt sé að ökumenn þarfnist þjálfunar við til að öðlast ökuréttindi. „Þjálfun við öflun ökuréttinda snýr að skipulagðri verklegri þjálfun verðandi ökumanna og mikilvægri kennslu í akstursfræðum. Tilskildum fjölda bóklegra og verklegra tíma þarf að skila í samráði við ökukennara og ökuskóla áður en próf eru lögð fyrir nemendur. Slíkt heildrænt kennsluferli er nauðsynlegur undirbúningur fyrir ökumenn til að gera þeim kleift að stjórna ökutækjum sem eru mismunandi að stærð, lögun, þyngd og fjölda hjóla. Hluti ökunámsins er að kynna sér ökutækið og ástand þess áður en lagt er af stað en mikilvægt er að það sé í góðu ástandi, rétt skráð og skoðun í lagi,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Samgönguslys Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar um bifhjólaslyss sem varð 7. mars 2024. Nítján ára karlmaður lést í slysinu. Í skýrslunni segir að maðurinn hafi ekið bifhjóli af gerðinni Sherco suðaustur Heiðmerkurveg en um 2,3 kílómetrum frá gatnamótum við Elliðavatnsveg hafi hann misst stjórn á hjólinu þannig að það fór út fyrir veg, yfir á kjarr- og móavaxið hraun vestan megin vegarins. Þar hafi hann kastast af hjólinu og í kjölfarið látist af völdum fjöláverka. Fram kemur að bifhjólið hafi verið talsvert skemmt eftir slysið en að ekkert hafi bent til þess að rekja ætti orsakir þess til ástands hjólsins. Hjólið sjálft var nýskráð árið 2022, var um 200 kíló, 80 sentimetrar að breidd og um 2,2 metrar að lengd. Hjólið var á grófum hjólbörðum, ætluðum fyrir utanvegaakstur, en í tæknirannsókn kom fram að hjólbarðarnir henti illa við akstur á bundnu slitlagi og geti verið hálir, sérstaklega ef yfirborðið er blautt. Fram kemur að bifhjól úr þessum ökutækjaflokki séu skráningar- og skoðunarskyld. Umrætt hjól var hins vegar skráð úr umferð í september 2023 og skráningarnúmer sett í geymslu. Maðurinn sem ók hjólinu var skráður eigandi bifhjólsins. Vegurinn var rakur þegar slysið varð en pollar voru á veginum og í vegarkanti við slysstað með nokkru millibili. Hiti var um 6°C og hægur vindur.RNSA Í skýrslunni segir að á slysstað hafi vegurinn hafi verið sex metrar á breidd og engar vegaaxlir. „Vegurinn var rakur þegar slysið varð en pollar voru á veginum og í vegarkanti við slysstað með nokkru millibili. Hiti var um 6°C og hægur vindur.“ Heyrði óvenjulegt hljóð Við rannsókn ræddu nefndarmenn við samferðamann hins látna. Sá ók öðru bifhjóli á undan þegar slysið varð, og sagðist hann hafa heyrt óvenjulegt hljóð og því litið því til baka. „Sá hann þá hvar bifhjólið var komið út fyrir veg og ökumaðurinn kastast af því. Hann sagðist ekki hafa séð hvað olli slysinu. Ökumaðurinn missti stjórn á bifhjólinu með þeim afleiðingum að hann ók út af veginum og út í gróið hraunið.Á bundna slitlaginu voru 9 metra löng skriðför. Slysið varð á beinum vegarkafla,“ segir í skýrslunni. Bifhjólið var af gerðinni Sherco, nýskráð 2022. Það átti hins vegar ekki að vera í umferð þar sem búið var að leggja skráningarnúmer þess inn hjá skoðunarstofu. RNSA Nefndin mat það sem svo að aðstæður á slysstað bendi til þess að ökumaður hafi kastast af hjólinu þegar það lenti í hvilft utan vegarins. Samferðarmaðurinn sagði þá hafa ekið á 40 til 50 kílómetra hraða þegar slysið varð, en í skýrslunni segir að ekki hafi reynst unnt að sjá neinar vísbendingar um hraða hjólsins þegar slysið varð. Meginorsakir slyssins Að mati nefndarinnar var meginorsök banaslyssins að ökumaður hafi misst stjórn á hjólinu sem hafi verið út fyrir veg þar sem hann kastaðist af því. Þá hafði hann ekki þau A2 ökuréttindi sem krafist er fyrir akstur bifhjóla af þeirri gerð sem hann ók. Loks segir að í september 2023 hafi skráningarnúmer bifhjólsins verið lögð inn til geymslu og það skráð úr umferð. Bifhjólið hafi því ekki átt að vera í umferð. Þarfnist þjálfunar Í lok skýrslunnar áréttar rannsóknarnefndin að mikilvægt sé að ökumenn þarfnist þjálfunar við til að öðlast ökuréttindi. „Þjálfun við öflun ökuréttinda snýr að skipulagðri verklegri þjálfun verðandi ökumanna og mikilvægri kennslu í akstursfræðum. Tilskildum fjölda bóklegra og verklegra tíma þarf að skila í samráði við ökukennara og ökuskóla áður en próf eru lögð fyrir nemendur. Slíkt heildrænt kennsluferli er nauðsynlegur undirbúningur fyrir ökumenn til að gera þeim kleift að stjórna ökutækjum sem eru mismunandi að stærð, lögun, þyngd og fjölda hjóla. Hluti ökunámsins er að kynna sér ökutækið og ástand þess áður en lagt er af stað en mikilvægt er að það sé í góðu ástandi, rétt skráð og skoðun í lagi,“ segir í ábendingum nefndarinnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira