Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 07:59 Jeff Bezos og Lauren Sanchez ætla að gifta sig um næstu helgi. AP Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, hefur ákveðið að færa brúðkaupið sitt úr miðbæ Feneyja eftir mótmæli íbúa og loftslagsaðgerðasinna. Um tvö hundruð gestir hafa boðað komu sína, þar á meðal heimsfrægt fólk. Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi. Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Jeff Bezos og Lauren Sanchez, unnusta hans, ætla að halda þriggja daga brúðkaupsveislu um næstu helgi í miðborg Feneyja. Mikil leynd liggur yfir nákvæmri staðsetningu hátíðarhaldanna en fjöldinn allur af heimsfrægu fólki er á gestalistanum, svo sem Katy Perry, Kim Kardashian, Mick Jagger og Leonardo diCaprio. Til stóð að ljúka hátíðarhöldunum á laugardagskvöld með viðburði fyrir framan Scuola vecchia della Misericordia bygginguna sem er alveg í miðborg Feneyja. Nú hafa brúðarhjónin ákveðið að færa aðalhátíðarhöldin að Arsenale di Venezia sem er fjær miðbænum. Flestir gestanna mæta því á einkaflugvélum og áætlað er að koma þeirra muni hafa áhrif á flugumferð á flugvelli Feneyja. Þá er höfnin einnig full af lystisnekkjum og fimm hótel er uppbókuð. Hópur íbúa Feneyja var afar óánægður með ákvörðun stjórnvalda að forgangsraða þörfum ferðamanna framar en þörfum íbúa. Þeir mótmæltu ákvörðuninni ítrekað og hengdu meðal annars upp veggspjöld þar sem stóð „Ekkert pláss fyrir Bezos.“ Þá mótmæla einnig aðgerðarsinnar því að Bezos greiði ekki hærri skatta og séu lifnaðarhættir hans afar óumhverfisvænir. „Við erum stolt af þessu. Við erum ekki neinir, við eigum engan pening, ekkert,“ sagði Tommaso Cacciari, einn aðgerðasinnanna á vegum hópsins No Space for Bezos í samtali við breska ríkisútvarpið. Íbúarnir eigi ekki borgina Undanfarna daga hefur mikið gengið á í Feneyjarborg. Meðlimir í hóp sem kallar sig „Allir hata Elon“ komu fyrir stórri mynd af Bezos á torgi í miðbænum. Á henni stóð „ef þú getur leigt Feneyjar fyrir brúðkaupið þitt getur þú borgað hærri skatta.“ Lögreglan var fljót að fjarlæga myndina. „Mótmælin okkar snúast ekki um brúðkaupið sjálfs, heldur um hvað það stendur fyrir,“ segir Simona Abbate, mótmælandi á vegum Greenpeace. „Það er ekki einungis verið að fagna tveimur einstaklingum sem eru að gifta sig, þetta er að sýna lífsstíl sem óumhverfisvænn. Þeir ríkustu lifa í ofgnótt á meðan aðrir lifa með afleiðingum hlýnun jarðar sem þeir bjuggu ekki til.“ Líkt og kom fram hafa íbúar Feneyja einnig mótmælt því að gestirnir komi til borgarinnar. Borgarfulltrúi gefur lítið fyrir mótmælin og segir þau aðeins vera lítinn hluta af íbúunum. „Þessir mótmælendur haga sér eins og þeir eigi Feneyjar en þeir gera það ekki,“ sagði Simone Venturini borgarfulltrúi.
Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira