Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2025 09:13 Aron Mola er á leiðinni á sína elleftu Þjóðhátíð í Eyjum. Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er á leið á sína elleftu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslan á FM957 fyrr í vikunni þar sem hann deildi tíu ráðum um hvað skal gera og hvað ekki til þess að njóta hátíðarinnar sem best. Aron þekkir hátíðina eins og lófann á sér og byggir listann á eigin reynslu. Hér eru hans bestu „do’s and don’ts,“ beint úr dalnum. Hlutir sem þú átt að gera á Þjóðhátíð Taktu bátinn yfir á föstudegi, helst fyrir hádegi „Bestu bátarnir fara á milli klukkan 10 og 12. Ef veðrið er gott þá jafnast fátt á við þá ferð.“ Hafðu regnföt með þér – þau eru lykilatriði „Þú situr oft í grasinu og það er nánast alltaf smá bleyta eftir nóttina.“ Farðu í hvítu tjöldin – en með leyfi „Það er auðvelt að fá leyfi, svo lengi sem þú sýnir kurteisi og virðingu. Dyrnar eru opnar þeim sem kunna að haga sér. Síðan hjálpar líka til að kunna tvö, þrjú góð lög á gítar.“ Drekktu steinefni„Drekktu nóg af steinefnum, það hjálpar við að halda vökvajafnvægi.“ Borðaðu reglulega „Mundu að fá þér þrjár máltíðir á dag. Ekki gleyma að fá eitthvað í mallann – fólk fer oft beint í bjórinn, sem endar með lítilli orku, svefni og prjóni. Það eru margir góðir staðir til að borða á svæðinu.“ Mættu á Lundann á laugardeginum! „Þessi viðburður er ómissandi hluti af hátíðinni.“ Hlutir sem þú átt alls ekki að gera Ekki prjóna yfir þig á föstudeginum „Ef þú ert oft drukkinn á föstudeginum endar það oft illa. Endar oft með því að þú ert leiðinlegur við vini þína.“ Ekki fara í tjörnina – sama hversu góð hugmynd það virðist„Það virðist góð hugmynd í augnablikinu – en þú sérð eftir því daginn eftir. Það gerist á hverju ári. Þetta er ömurleg pæling daginn eftir.“ Ekki pissa í brekkuna „En ef þú getur ekki annað farðu þá alveg efst upp að hliðunum og leystu málið þar.“ Ekki fara á hopphjól „Ef þú dettur og meiðir þig, þá er hátíðin sem þú ert búinn að bíða eftir allt sumarið bara búin fyrir þig. Labbaðu í fimmtán mínútur frekar en að taka hopp í fimm.“ Ekki mæta mökkaður í brekkusönginn „Það er allt í lagi að vera aðeins kenndur. Þú átt samt að vera með á nótunum þegar hann byrjar.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þjóðhátíð í Eyjum FM957 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Aron þekkir hátíðina eins og lófann á sér og byggir listann á eigin reynslu. Hér eru hans bestu „do’s and don’ts,“ beint úr dalnum. Hlutir sem þú átt að gera á Þjóðhátíð Taktu bátinn yfir á föstudegi, helst fyrir hádegi „Bestu bátarnir fara á milli klukkan 10 og 12. Ef veðrið er gott þá jafnast fátt á við þá ferð.“ Hafðu regnföt með þér – þau eru lykilatriði „Þú situr oft í grasinu og það er nánast alltaf smá bleyta eftir nóttina.“ Farðu í hvítu tjöldin – en með leyfi „Það er auðvelt að fá leyfi, svo lengi sem þú sýnir kurteisi og virðingu. Dyrnar eru opnar þeim sem kunna að haga sér. Síðan hjálpar líka til að kunna tvö, þrjú góð lög á gítar.“ Drekktu steinefni„Drekktu nóg af steinefnum, það hjálpar við að halda vökvajafnvægi.“ Borðaðu reglulega „Mundu að fá þér þrjár máltíðir á dag. Ekki gleyma að fá eitthvað í mallann – fólk fer oft beint í bjórinn, sem endar með lítilli orku, svefni og prjóni. Það eru margir góðir staðir til að borða á svæðinu.“ Mættu á Lundann á laugardeginum! „Þessi viðburður er ómissandi hluti af hátíðinni.“ Hlutir sem þú átt alls ekki að gera Ekki prjóna yfir þig á föstudeginum „Ef þú ert oft drukkinn á föstudeginum endar það oft illa. Endar oft með því að þú ert leiðinlegur við vini þína.“ Ekki fara í tjörnina – sama hversu góð hugmynd það virðist„Það virðist góð hugmynd í augnablikinu – en þú sérð eftir því daginn eftir. Það gerist á hverju ári. Þetta er ömurleg pæling daginn eftir.“ Ekki pissa í brekkuna „En ef þú getur ekki annað farðu þá alveg efst upp að hliðunum og leystu málið þar.“ Ekki fara á hopphjól „Ef þú dettur og meiðir þig, þá er hátíðin sem þú ert búinn að bíða eftir allt sumarið bara búin fyrir þig. Labbaðu í fimmtán mínútur frekar en að taka hopp í fimm.“ Ekki mæta mökkaður í brekkusönginn „Það er allt í lagi að vera aðeins kenndur. Þú átt samt að vera með á nótunum þegar hann byrjar.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Þjóðhátíð í Eyjum FM957 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira