Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2025 09:13 Aron Mola er á leiðinni á sína elleftu Þjóðhátíð í Eyjum. Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er á leið á sína elleftu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslan á FM957 fyrr í vikunni þar sem hann deildi tíu ráðum um hvað skal gera og hvað ekki til þess að njóta hátíðarinnar sem best. Aron þekkir hátíðina eins og lófann á sér og byggir listann á eigin reynslu. Hér eru hans bestu „do’s and don’ts,“ beint úr dalnum. Hlutir sem þú átt að gera á Þjóðhátíð Taktu bátinn yfir á föstudegi, helst fyrir hádegi „Bestu bátarnir fara á milli klukkan 10 og 12. Ef veðrið er gott þá jafnast fátt á við þá ferð.“ Hafðu regnföt með þér – þau eru lykilatriði „Þú situr oft í grasinu og það er nánast alltaf smá bleyta eftir nóttina.“ Farðu í hvítu tjöldin – en með leyfi „Það er auðvelt að fá leyfi, svo lengi sem þú sýnir kurteisi og virðingu. Dyrnar eru opnar þeim sem kunna að haga sér. Síðan hjálpar líka til að kunna tvö, þrjú góð lög á gítar.“ Drekktu steinefni„Drekktu nóg af steinefnum, það hjálpar við að halda vökvajafnvægi.“ Borðaðu reglulega „Mundu að fá þér þrjár máltíðir á dag. Ekki gleyma að fá eitthvað í mallann – fólk fer oft beint í bjórinn, sem endar með lítilli orku, svefni og prjóni. Það eru margir góðir staðir til að borða á svæðinu.“ Mættu á Lundann á laugardeginum! „Þessi viðburður er ómissandi hluti af hátíðinni.“ Hlutir sem þú átt alls ekki að gera Ekki prjóna yfir þig á föstudeginum „Ef þú ert oft drukkinn á föstudeginum endar það oft illa. Endar oft með því að þú ert leiðinlegur við vini þína.“ Ekki fara í tjörnina – sama hversu góð hugmynd það virðist„Það virðist góð hugmynd í augnablikinu – en þú sérð eftir því daginn eftir. Það gerist á hverju ári. Þetta er ömurleg pæling daginn eftir.“ Ekki pissa í brekkuna „En ef þú getur ekki annað farðu þá alveg efst upp að hliðunum og leystu málið þar.“ Ekki fara á hopphjól „Ef þú dettur og meiðir þig, þá er hátíðin sem þú ert búinn að bíða eftir allt sumarið bara búin fyrir þig. Labbaðu í fimmtán mínútur frekar en að taka hopp í fimm.“ Ekki mæta mökkaður í brekkusönginn „Það er allt í lagi að vera aðeins kenndur. Þú átt samt að vera með á nótunum þegar hann byrjar.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þjóðhátíð í Eyjum FM957 Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Sjá meira
Aron þekkir hátíðina eins og lófann á sér og byggir listann á eigin reynslu. Hér eru hans bestu „do’s and don’ts,“ beint úr dalnum. Hlutir sem þú átt að gera á Þjóðhátíð Taktu bátinn yfir á föstudegi, helst fyrir hádegi „Bestu bátarnir fara á milli klukkan 10 og 12. Ef veðrið er gott þá jafnast fátt á við þá ferð.“ Hafðu regnföt með þér – þau eru lykilatriði „Þú situr oft í grasinu og það er nánast alltaf smá bleyta eftir nóttina.“ Farðu í hvítu tjöldin – en með leyfi „Það er auðvelt að fá leyfi, svo lengi sem þú sýnir kurteisi og virðingu. Dyrnar eru opnar þeim sem kunna að haga sér. Síðan hjálpar líka til að kunna tvö, þrjú góð lög á gítar.“ Drekktu steinefni„Drekktu nóg af steinefnum, það hjálpar við að halda vökvajafnvægi.“ Borðaðu reglulega „Mundu að fá þér þrjár máltíðir á dag. Ekki gleyma að fá eitthvað í mallann – fólk fer oft beint í bjórinn, sem endar með lítilli orku, svefni og prjóni. Það eru margir góðir staðir til að borða á svæðinu.“ Mættu á Lundann á laugardeginum! „Þessi viðburður er ómissandi hluti af hátíðinni.“ Hlutir sem þú átt alls ekki að gera Ekki prjóna yfir þig á föstudeginum „Ef þú ert oft drukkinn á föstudeginum endar það oft illa. Endar oft með því að þú ert leiðinlegur við vini þína.“ Ekki fara í tjörnina – sama hversu góð hugmynd það virðist„Það virðist góð hugmynd í augnablikinu – en þú sérð eftir því daginn eftir. Það gerist á hverju ári. Þetta er ömurleg pæling daginn eftir.“ Ekki pissa í brekkuna „En ef þú getur ekki annað farðu þá alveg efst upp að hliðunum og leystu málið þar.“ Ekki fara á hopphjól „Ef þú dettur og meiðir þig, þá er hátíðin sem þú ert búinn að bíða eftir allt sumarið bara búin fyrir þig. Labbaðu í fimmtán mínútur frekar en að taka hopp í fimm.“ Ekki mæta mökkaður í brekkusönginn „Það er allt í lagi að vera aðeins kenndur. Þú átt samt að vera með á nótunum þegar hann byrjar.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Þjóðhátíð í Eyjum FM957 Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Sjá meira