Breytingar á lögum um sjúkratryggingar mismuni eftir efnahagsstöðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 08:06 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra. Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér. Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér.
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent