Enginn Íslendingur á heimsleikunum í fyrsta sinn í sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 07:02 Oddrún Eik Gylfadóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa haldið uppi merkjum Íslands á heimsleikunum undanfarin sautján ár en nú er tími Íslands á leikunum á enda. Vísir Öll sextíu sætin eru nú klár á heimsleikunum í CrossFit því þrjátíu karlar og þrjátíu konur hafa tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið í ár. Enginn þeirra sem komst inn er Íslendingur og það þarf að fara meira en einn og hálfan áratug aftur í tímann til að finna síðustu heimsleika án Íslendinga. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í heimsleikunum árið 2009 og síðan þá hefur hún eða annar Íslendingur alltaf verið með. Björgvin Karl Guðmundsson var eini Íslendingurinn á heimsleikunum í fyrra en þá endaði langur tími íslensku dætranna á leikunum. Björgvin var þá með á elleftu heimsleikunum í röð en honum tókst að tryggja sig inn á leikana í ár. Annað árið í röð er heldur engin íslensk kona á heimsleikunum. Bæði Bergrós Björnsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru nálægt því að tryggja sig inn á heimsleikana eftir góða frammistöðu í undanúrslitum Evrópu og í undanúrslitum Afríku. Þær þurftu samt báðar að sætta sig við það að missa af heimsleikunum í þetta skiptið. Bergrós hefur keppt í unglingaflokki heimsleikanna síðustu ár en er nú í fyrsta sinn í fullorðinsflokki. Hún kemst vonandi inn á heimsleikana í framtíðinni en það hjálpar hvorki henni né öðrum að CrossFit samtökin hafa fækkað keppendum undanfarin ár. Sara er ekki hætt að reyna og nær vonandi að upplifa drauminn á ný en við vitum ekki framtíðarplön Anníe Mistar Þórisdóttur og þá er Katrín Tanja Davíðsdóttir hætt að keppa í CrossFit. Það eru kynslóðarskipti í gangi hjá okkar besta fólki og á sama tíma varð líka enn erfiðara að komast inn. Keppendum var fækkað úr fjörutíu í þrjátíu milli ára en í staðinn verður enginn niðurskurður á mótinu sjálfu. Miklar breytingar eru á keppendum milli ára og margar stjörnur tóku ekki þátt í undankeppninni eða komust ekki áfram. Af þeim áttatíu sem komust á heimsleikana í fyrra er aðeins fimmtán karla og fimmtán konur á heimsleikunum annað árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira
Enginn þeirra sem komst inn er Íslendingur og það þarf að fara meira en einn og hálfan áratug aftur í tímann til að finna síðustu heimsleika án Íslendinga. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í heimsleikunum árið 2009 og síðan þá hefur hún eða annar Íslendingur alltaf verið með. Björgvin Karl Guðmundsson var eini Íslendingurinn á heimsleikunum í fyrra en þá endaði langur tími íslensku dætranna á leikunum. Björgvin var þá með á elleftu heimsleikunum í röð en honum tókst að tryggja sig inn á leikana í ár. Annað árið í röð er heldur engin íslensk kona á heimsleikunum. Bæði Bergrós Björnsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru nálægt því að tryggja sig inn á heimsleikana eftir góða frammistöðu í undanúrslitum Evrópu og í undanúrslitum Afríku. Þær þurftu samt báðar að sætta sig við það að missa af heimsleikunum í þetta skiptið. Bergrós hefur keppt í unglingaflokki heimsleikanna síðustu ár en er nú í fyrsta sinn í fullorðinsflokki. Hún kemst vonandi inn á heimsleikana í framtíðinni en það hjálpar hvorki henni né öðrum að CrossFit samtökin hafa fækkað keppendum undanfarin ár. Sara er ekki hætt að reyna og nær vonandi að upplifa drauminn á ný en við vitum ekki framtíðarplön Anníe Mistar Þórisdóttur og þá er Katrín Tanja Davíðsdóttir hætt að keppa í CrossFit. Það eru kynslóðarskipti í gangi hjá okkar besta fólki og á sama tíma varð líka enn erfiðara að komast inn. Keppendum var fækkað úr fjörutíu í þrjátíu milli ára en í staðinn verður enginn niðurskurður á mótinu sjálfu. Miklar breytingar eru á keppendum milli ára og margar stjörnur tóku ekki þátt í undankeppninni eða komust ekki áfram. Af þeim áttatíu sem komust á heimsleikana í fyrra er aðeins fimmtán karla og fimmtán konur á heimsleikunum annað árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira