Lofar að taka „Siu“ fagn Ronaldo ef hann skorar á móti Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 23:03 Murilo Cerqueira fagnar sigri Palmeiras á Al Ahly í heimsmeistarakeppni félagsliða. Getty/Heuler Andrey Varnarmaður brasilíska liðsins Palmeiras hefur ekki meiri áhyggjur af viðureign sinni við Lionel Messi og félaga en svo að hann er farinn að kynda upp í Argentínumanninum í aðdraganda leiks þeirra sem fer fram í nótt. Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Palmeiras mætir Inter Miami í lokaleik liðanna í riðlakeppni heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. Murilo spilar í vörn Palmeiras og þarf því örugglega að dekka eitthvað Messi í leiknum í kvöld. Lengi hefur verið rætt og ritað um hvor sé betri, Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi, en Murilo er ekki í nokkrum vafa um það. „Ég er í liði CR7,“ sagði Murilo og á þá við Cristiano Ronaldo. „Ég tel hann vera fullkominn leikmann. Hann er með gott hugarfar og hugarfarið hans er líka jákvætt. Ég held að það sem skilji á milli hans og annarra sé aginn hans. Ég horfi mikið upp til hans, hvernig hann sýnir íþróttinni fullkomna hollustu. Ég er ekki vafa um að þess vegna sé hann sér á báti og ég er mjög hrifinn af honum sem leikmanni,“ sagði Murilo. Murilo spilar sem miðvörður og er 28 ára. Hann hefur verið hjá Palmeiras frá 2022 en var áður í þrjú ár hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann á átta leiki fyrir yngri landslið Brasilíu. Blaðamenn spurðu Murilo hvort hann muni heiðra Ronaldo skori hann á móti Inter Miami. „Já, já, ég mun taka ‚Siu' fagnið hans,“ sagði Murilo. Hinn fertugi Ronaldo er ekki með á keppninni þar sem lið hans í Sádí-Arabíu komst ekki þangað. Hann hefur skorað 938 mörk á ferlinum og nálgast óðum þúsund mörkin enda raðar hann inn mörkum með bæði Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Murilo Cerqueira hefur þegar skorað eitt mark í fjórum deildarleikjum á tímabilinu og eitt mark í þremur leikjum í Libertadores bikarnum. Hann spilaði í níutíu mínútur í tveimur fyrstu leikjum Palmeiras á HM félagsliða. Liðið gerði 0-0 jafntefli í þeim fyrri en vann þann síðari 2-0. Murilo og félagar hafa því enn ekki fengið á sig mark í keppninni.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira