Fékk símtal á fimmtudaginn og komst að samkomulagi sólarhring síðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júní 2025 14:01 Lárus Orri var ekki lengi að bregðast við þegar kallið kom frá uppeldisfélaginu ÍA. vísir / sigurjón Lárus Orri Sigurðsson var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir fremur stuttar samningaviðræður við stjórnarmenn félagsins. Hann tekur við uppeldisliðinu í erfiðri stöðu, á ærið verkefni fyrir höndum þar og segir blendnar tilfinningar fylgja því að kveðja samstarfsfélaga í Stúkunni. „Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla ÍA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
„Þetta kom þannig til að ég fékk símtal frá stjórnarmönnum á Akranesi á fimmtudagskvöldið, svo gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig og sólarhring síðar komust við að samkomulagi, svo skrifaði ég undir á laugardag“ sagði Lárus í samtali við íþróttadeild. Erfitt gengi en öflugur leikmannahópur ÍA er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig og átta töp eftir ellefu umferðir. „Það er búið að ganga erfiðlega, en það er mjög öflugur leikmannahópur þarna og öflugt starfsfólk í kringum þetta allt saman, þannig að vonandi náum við að bæta úr genginu“ sagði Lárus sem mun þó ekki standa á hliðarlínunni í leik kvöldsins gegn Stjörnunni. Hann ætlar að fylgjast með úr stúkunni og leyfa aðstoðarþjálfaranum Dean Martin að stýra leiknum sem hann hefur undirbúið alla vikuna. Albert enn að jafna sig Lárus tekur svo við að fullu hjá ÍA frá og með morgundeginum, og kveður á sama tíma starf sitt sem sérfræðingur Stúkunnar, umfjöllunarþáttar Bestu deildarinnar á Sýn Sport. „Það eru alveg blendnar tilfinningar. Búið að vera mjög gaman að starfa í Stúkunni, frábært fólk í kringum þetta og búið að vera mjög gaman undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að horfa á þáttinn.“ Lárus hefur starfað sem sérfræðingur Stúkunnar og átt sérlega skemmtilegt samstarf með Alberti Brynjari Ingasyni.sýn sport / stúkan Átti Albert Brynjar, þinn besti vinur, erfitt með þetta? „Mjög svo, hann er ekki búinn að jafna sig ennþá. Ég held að hann sé bara heima að sleikja sárin“ sagði Lárus léttur að lokum. Nánar verður rætt við Lárus í Sportpakka Sýnar að loknum kvöldfréttum. Leikur ÍA og Stjörnunnar er svo í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira