Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson skrifar 22. júní 2025 13:01 Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun