Elísabet svekkt út í sjálfa sig eftir fimm marka skell fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 15:00 Elísabet Gunnarsdóttir tók við Belgíu í janúar. Nú styttist óðum í að hún stýri liðinu á Evrópumótinu í Sviss þar sem Ísland verður einnig meðal þátttökuþjóða. Liðin gætu mögulega mæst í 8-liða úrslitum. PA-EFE/OLIVIER MATTHYS Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur í belgíska landsliðinu í fótbolta máttu þola 5-0 skell gegn Frökkum í gærkvöld í vináttulandsleik nú þegar stutt er í að Evrópumótið hefjist í Sviss. Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið. EM 2025 í Sviss Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið.
EM 2025 í Sviss Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira