Gæti gerst hratt hjá ÍA en varaplanið er klárt Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 09:32 Jón Þór Hauksson er hættur með ÍA og spurning hver tekur við. Jóhannes Karl Guðjónsson hefur helst verið nefndur til sögunnar og Gunnar Heiðar Þorvaldsson einnig orðaður við félagið. Samsett/Vísir „Þetta er bara í vinnslu,“ segir Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, um leitina að nýjum þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu eftir viðskilnaðinn við Jón Þór Hauksson. Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík. ÍA Besta deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík.
ÍA Besta deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira