Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Atli Ísleifsson skrifar 20. júní 2025 11:34 Tomasz Chaprek. Stjr Tomasz Chrapek hefur verið skipaður nýr formaður innflytjendaráðs og tekur hann við af Paolu Cardenas. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Tomasz hafi fæðst í Częstochowa í Póllandi árið 1981 og búið í Reykjavík frá árinu 2007. „Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipar innflytjendaráð og er hlutverk þess að: vera ráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málefnum innflytjenda og hafa eftirlit með framkvæmd hennar, stuðla að samhæfingu og samráði milli ráðuneyta, sveitarfélaga og innan stjórnsýslunnar, stuðla að opnum umræðum um málefni innflytjenda með ráðstefnum og fundum með hagsmunaaðilum, gera árlega tillögu til ráðherra um hverjar áherslur þróunarsjóðs innflytjendamála skulu vera, gera árlega tillögu til ráðherra um veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála, skila ráðherra árlega skýrslu um störf sín og vinna önnur verkefni í samræmi við markmið laganna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Tomasz Chrapek er með meistaragráðu í tölvunarverkfræði frá Tækniháskólanum í Częstochowa og meistaragráðu í félagsfræði frá Jan Długosz-akademíunni. Tomasz hefur brennandi áhuga á samfélagsmálum og var meðstofnandi bæði ProjektPolska.is og Pólska ljósmyndafélagsins á Íslandi (Pozytywni.is). Hann sat í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur (ÍTR) frá 2014 til 2018 og var formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur frá 2015 til 2018. Árið 2019 kom hann á fót vinnuhópnum sem stofnaði Veru, regnhlífarsamtök innflytjendafélaga á Íslandi, og árið 2023 stofnaði hann félagasamtök Circa til að efla félagslega og umhverfislega sjálfbærni. Tomasz hefur verið virkur í stjórnmálum og starfar í dag sem sem kerfissérfræðingur í netöryggisfyrirtæki Varist. Aðalfulltrúar í innflytjendaráði eru: Tomasz Paweł Chrapek formaður, án tilnefningar Hanna Guðmundsdóttir varaformaður, án tilnefningar Arnar Sigurður Hauksson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti Pétur Örn Pálmarsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti Donata Honkowicz Bukowska, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti Helena N. Wolimbwa, tilnefnd af Reykjavíkurborg María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Varafulltrúar eru: Sigurður H. Ingimarsson, án tilnefningar Grace Achieng, án tilnefningar Ása Dagmar Jónsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti Drífa Jónasdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti Óttarr Ólafur Proppé, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti Dagbjört Ásbjörnsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg Ingimar Guðmundsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Starfsmaður innflytjendaráðs er Áshildur Linnet, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Fyrri formaður innflytjendaráðs var Paola Cardenas og þar áður gegndi Tatjana Latinovic formennsku,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Stjórnsýsla Innflytjendamál Vistaskipti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Tomasz hafi fæðst í Częstochowa í Póllandi árið 1981 og búið í Reykjavík frá árinu 2007. „Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipar innflytjendaráð og er hlutverk þess að: vera ráðherra til ráðgjafar við faglega stefnumótun í málefnum innflytjenda og hafa eftirlit með framkvæmd hennar, stuðla að samhæfingu og samráði milli ráðuneyta, sveitarfélaga og innan stjórnsýslunnar, stuðla að opnum umræðum um málefni innflytjenda með ráðstefnum og fundum með hagsmunaaðilum, gera árlega tillögu til ráðherra um hverjar áherslur þróunarsjóðs innflytjendamála skulu vera, gera árlega tillögu til ráðherra um veitingu styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála, skila ráðherra árlega skýrslu um störf sín og vinna önnur verkefni í samræmi við markmið laganna samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Tomasz Chrapek er með meistaragráðu í tölvunarverkfræði frá Tækniháskólanum í Częstochowa og meistaragráðu í félagsfræði frá Jan Długosz-akademíunni. Tomasz hefur brennandi áhuga á samfélagsmálum og var meðstofnandi bæði ProjektPolska.is og Pólska ljósmyndafélagsins á Íslandi (Pozytywni.is). Hann sat í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur (ÍTR) frá 2014 til 2018 og var formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur frá 2015 til 2018. Árið 2019 kom hann á fót vinnuhópnum sem stofnaði Veru, regnhlífarsamtök innflytjendafélaga á Íslandi, og árið 2023 stofnaði hann félagasamtök Circa til að efla félagslega og umhverfislega sjálfbærni. Tomasz hefur verið virkur í stjórnmálum og starfar í dag sem sem kerfissérfræðingur í netöryggisfyrirtæki Varist. Aðalfulltrúar í innflytjendaráði eru: Tomasz Paweł Chrapek formaður, án tilnefningar Hanna Guðmundsdóttir varaformaður, án tilnefningar Arnar Sigurður Hauksson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti Pétur Örn Pálmarsson, tilnefndur af heilbrigðisráðuneyti Donata Honkowicz Bukowska, tilnefnd af mennta- og barnamálaráðuneyti Helena N. Wolimbwa, tilnefnd af Reykjavíkurborg María Ingibjörg Kristjánsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Varafulltrúar eru: Sigurður H. Ingimarsson, án tilnefningar Grace Achieng, án tilnefningar Ása Dagmar Jónsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti Drífa Jónasdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðuneyti Óttarr Ólafur Proppé, tilnefndur af mennta- og barnamálaráðuneyti Dagbjört Ásbjörnsdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg Ingimar Guðmundsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga Starfsmaður innflytjendaráðs er Áshildur Linnet, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Fyrri formaður innflytjendaráðs var Paola Cardenas og þar áður gegndi Tatjana Latinovic formennsku,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Stjórnsýsla Innflytjendamál Vistaskipti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira