„Er allt komið í hund og kött?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júní 2025 11:26 Þingflokkur Framsóknar leggst gegn frumvarpi húsnæðismálaráðherra um gæludýrahald í fjöleignarhúsum. Vilhelm/Anton Brink Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. „Er allt að fara í hund og kött?“ byrjar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir frumvarpið harðlega. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús felur meðal annars í sér að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé ekki háð samþykki annarra eigenda. Reglur sem húsfélag setur um hunda- og kattahald hafi því takmörkuð áhrif. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir formaður velferðarnefndar sagði í Reykjavík síðdegis í lok síðasta mánaðar að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerir ráð fyrir þinglokum fyrir mánaðamót. Réttur til heilsusamlegs umhverfis framar rétti til dýrahalds Sigurður vekur athygli á því að íbúi geti krafist undanþágu frá slíkum reglum og húsfélagið hafi takmarkað svigrúm til að hafna því . „Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðastaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki,“ segir í færslu Sigurðar. Hann segir rétt einstaklings til að halda gæludýr ekki mega ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. „Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“ Hann segir allan þingflokk Framsóknar leggjast gegn frumvarpinu. Þá gagnrýnir hann undirbúning málsins og segir hann hafa verið rýran. „Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.“ Gæludýr Alþingi Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
„Er allt að fara í hund og kött?“ byrjar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir frumvarpið harðlega. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús felur meðal annars í sér að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé ekki háð samþykki annarra eigenda. Reglur sem húsfélag setur um hunda- og kattahald hafi því takmörkuð áhrif. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir formaður velferðarnefndar sagði í Reykjavík síðdegis í lok síðasta mánaðar að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerir ráð fyrir þinglokum fyrir mánaðamót. Réttur til heilsusamlegs umhverfis framar rétti til dýrahalds Sigurður vekur athygli á því að íbúi geti krafist undanþágu frá slíkum reglum og húsfélagið hafi takmarkað svigrúm til að hafna því . „Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðastaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki,“ segir í færslu Sigurðar. Hann segir rétt einstaklings til að halda gæludýr ekki mega ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. „Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“ Hann segir allan þingflokk Framsóknar leggjast gegn frumvarpinu. Þá gagnrýnir hann undirbúning málsins og segir hann hafa verið rýran. „Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.“
Gæludýr Alþingi Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira