Bílstjóri ráðherra lagði ríkið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 22:58 Íslenska ríkið skuldar bílstjóra ráðherra vangreiddar orlofsgreiðslur. Vísir/Vilhelm Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið. Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Í dóminum er málið rakið, en bílstjórinn höfðaði mál gegn íslenska ríkinu í ágúst 2023 vegna þess að hann taldi sig eiga inni orlofsgreiðslur fyrir yfirvinnustundir sem hann vann frá og með 1. október 2021, þegar hann hóf störf sem bílstjóri ráðherra. Nokkrir fengu orlofsfé en aðrir ekki Við ráðningu hafi hann skrifað undir kjarasamning um mánaðarlaun og um fasta yfirvinnu. Í samkomulaginu hafi komið fram að öll yfirvinna væri innifalin í hinum tilgreindu kjörum. Fram kemur að bílstjórinn hafi sent yfirmanni sínum tölvupóst í júní 2022 eftir að borist hefði í tal að sumir bílstjórar Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, hefðu fengið greitt orlofsfé á yfirvinnu en aðrir ekki. Þá væri misræmi í fjölda yfirvinnutíma sem síðan skilaði sér í mismun á orlofsfé. Bílstjórinn hafi bent á að í kjarasamningi félags starfsmanna stjórnarráðsins, hvar hann var félagi, væri ákvæði um 13,04 prósent orlofsfé á alla yfirvinnu og álagsgreiðslur. Hann hafi óskað eftir að málið yrði skoðað þar sem óheimilt er að semja um lakari kjör en kjarasamningur kveður á um. Yfirmaðurinn hjá Umbru hafi svarað póstinum á þann veg að sú breyting hafi verið gerð að hætt hefði verið að greiða orlof á fasta yfirvinnu hjá starfsfólki Stjórnarráðsins. Rúmu ári síðar hafi lögmaður bílstjórans sent yfirmanninum bréf þar sem þess var krafist að bílstjórinn fengi greitt orlof á yfirvinnu. Ekki hafi verið fallist á kröfuna. Ekki samið sérstaklega um orlofið Í málinu, sem rekið var fyrir héraðsdómi í fyrra, krafðist bílstjórinn 1.041.112 króna sem hann taldi vangoldnar orlofsgreiðslur. Hann byggði á grein í samkomulagi um breytingu og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við félag starfsmanna stjórnarráðsins, sem felur í sér fyrrnefnt ákvæði um orlofsgreiðslur. Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að bílstjórinn njóti greiðslu bæði taxtalauna og yfirvinnulauna sem greiðist alla mánuði ársins, þar með talið þegar hann er í orlofi og því án vinnuframlags. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að fyrir liggi að í málinu var ekki samið sérstaklega um það við bílstjórann að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu, líkt og dreifibréf fjármálaráðuneytisins frá 2006 kveður á um að þurfi að gera. Með vísan til dómaframkvæmdar og dreifibréfsins var það því niðurstaðan að íslenska ríkið verði að bera hallann af því að ekki var sérstaklega samið um að orlofsfé yrði ekki greitt af yfirvinnu. Því þyrfti að fallast á það með bílstjóranum að greiða hefði átt orlof á yfirvinnulaun hans. Hinar vangreiddu orlofsgreiðslur voru samkvæmt dóminum 42 til 48 þúsund krónur á mánuði í 23 mánuði og námu þannig í heildina um einni milljón og 41 þúsund krónum. Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur dóm héraðsdóms um að íslenska ríkinu bæri að greiða bílstjóranum hinar vangreiddu orlofsgreiðslur. Þá segir í dómi Landsréttar að málskostnaður, ein milljón króna, skrifist jafnframt á íslenska ríkið.
Bílar Kjaramál Dómsmál Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira