Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2025 06:16 Karl Eðvaldsson er deildarstjóri reksturs og þróunar á skrofstofu borgarlandsins. Vísir/Ívar Fannar Rusl úr flokkunartunnum í almannarými í Reykjavík fer ekki í endurvinnslu þar sem flokkunin er ófullnægjandi. Tilraunaverkefni á vegum borgarinnar verður sett af stað á næstunni til að sporna við þróuninni. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni var lögð fram bókun meirihluta ráðsins um tilraunaverkefni varðandi flokkun úrgangs í almannarými í borgarlandinu. Frá því á síðasta ári hefur verið notast við kerfi þar sem boðið er upp á að flokka rusl í fjórar mismunandi tunnur en flokkun í þær hefur verið ófullnægjandi. Það geri að verkum að flokkaður úrgangur endar sem almennt rusl og er ekki endurunninn. Deildarstjóri hjá borginni telur vandamálið að hluta til vera menningarlegt og að fræða þurfi bæði íbúa og ferðamenn. „Það er að rata hérna í þessar tunnur plast í pappatunnuna og jafnvel hundakúkur og matarleifar þar sem þær eiga ekki að vera. Sem gerir það að verkum að efnið verður bara mengað og óendurvinnanlegt,“ segir Karl Eðvaldsson deildarstjóri reksturs og þróunar á skrifstofu borgarlandsins. Endurvinnslutunnur sem um ræðir eru víða um borgina og dýrt að skipta þeim út. Því ætlar borgin að gera tilraun í sumar á fjórum fjölförnum stöðum og sjá hvaða kerfi virkar best. „Annars vegar svona kerfi eins og við erum með núna, fjögurra tunnu kerfi. Stórar tunnur, vel merktar og skilti. Hins vegar tveggja tunnu kerfi, endurvinnsluefni eingöngu í eina tunnu og almenn í aðra tunnu. Ástæðan fyrir því er að sjá hvort einfaldleikinn hjálpi í þessu,“ bætir Rafn við en staðirnir sem um ræðir eru Hljómskálagarðurinn, Klambratún og strætóstoppistöðvar við Kringluna og Háskóla Íslands. Ruslið verður síðan vigtað og flokkað til að sjá raunverulegan árangur. Umhverfismál Reykjavík Sorphirða Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni var lögð fram bókun meirihluta ráðsins um tilraunaverkefni varðandi flokkun úrgangs í almannarými í borgarlandinu. Frá því á síðasta ári hefur verið notast við kerfi þar sem boðið er upp á að flokka rusl í fjórar mismunandi tunnur en flokkun í þær hefur verið ófullnægjandi. Það geri að verkum að flokkaður úrgangur endar sem almennt rusl og er ekki endurunninn. Deildarstjóri hjá borginni telur vandamálið að hluta til vera menningarlegt og að fræða þurfi bæði íbúa og ferðamenn. „Það er að rata hérna í þessar tunnur plast í pappatunnuna og jafnvel hundakúkur og matarleifar þar sem þær eiga ekki að vera. Sem gerir það að verkum að efnið verður bara mengað og óendurvinnanlegt,“ segir Karl Eðvaldsson deildarstjóri reksturs og þróunar á skrifstofu borgarlandsins. Endurvinnslutunnur sem um ræðir eru víða um borgina og dýrt að skipta þeim út. Því ætlar borgin að gera tilraun í sumar á fjórum fjölförnum stöðum og sjá hvaða kerfi virkar best. „Annars vegar svona kerfi eins og við erum með núna, fjögurra tunnu kerfi. Stórar tunnur, vel merktar og skilti. Hins vegar tveggja tunnu kerfi, endurvinnsluefni eingöngu í eina tunnu og almenn í aðra tunnu. Ástæðan fyrir því er að sjá hvort einfaldleikinn hjálpi í þessu,“ bætir Rafn við en staðirnir sem um ræðir eru Hljómskálagarðurinn, Klambratún og strætóstoppistöðvar við Kringluna og Háskóla Íslands. Ruslið verður síðan vigtað og flokkað til að sjá raunverulegan árangur.
Umhverfismál Reykjavík Sorphirða Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira