„Ísland hentar okkur vel“ Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2025 16:30 Natalia Kuikka verður með Finnum á EM eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Getty/Srdjan Stevanovic Finnar hafa nú valið EM-hópinn sem fer til Sviss og mætir þar Íslandi í fyrsta leik á Evrópumóti kvenna í fótbolta 2. júlí. Marko Saloranta landsliðsþjálfari Finnlands segir liðið hafa glímt við einstaklega mikið meiðslavandræði í vor og sumar en er vongóður um sigur gegn Íslandi. Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta. EM 2025 í Sviss Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Það verður gríðarlega mikið undir fyrir Ísland í leiknum við Finna í Thun 2. júlí. Sigur er nánast lífsnauðsynlegur því mikilvægt er að hafa þrjú stig með í farteskinu fyrir baráttuna við Sviss og Noreg um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum. Þangað stefnir Ísland. Finnar eru aftur á móti lægst skrifaða lið riðilsins og hafa ekki unnið leik á Evrópumóti síðan á heimavelli árið 2009. Finnska liðið lék í B-deild Þjóðadeildarinnar nú í vor og endaði fyrir neðan Serbíu í sínum riðli, í baráttu um sæti í A-deild. Serbar verða einmitt mótherjar Íslands í vináttulandsleik 27. júní, áður en EM hefst. „Ísland hentar okkur vel. Við spiluðum góðan leik gegn þeim fyrir næstum tveimur árum og þær eru nánast með sama hóp núna. Noregur er öðruvísi, sennilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Breiddin þar er meiri en hjá hinum liðunum. En við getum komist áfram með tveimur sigrum,“ sagði Saloranta eftir að hafa kynnt EM-hópinn sinn í dag. Finnar unnu 2-1 sigur í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sumarið 2023. Mikið meiðslabras: „Þetta er mjög sjaldgæft“ Á meðal leikmanna í finnska hópnum sem hafa verið að glíma við meiðsli en eru samt í EM-hópnum eru varnarmaðurinn Natalia Kuikka, kantmaðurinn Emma Koivisto og framherjinn Jutta Rantala. View this post on Instagram A post shared by Helmarit (@helmaritfi) Kuikka er leikmaður Chicago Stars í Bandaríkjunum og sneri nýverið aftur til keppni eftir að hafa meiðst í landsleik geng Serbíu í febrúar. Kovistio hefur verið að gíma við kálfameiðsli en er á batavegi og ætti að geta spilað á EM, en Rantala hefur ekki spilað með liði sínu Leicester síðan síðasta haust. Þá er Elli Pikkujämsä, leikmaður Racing Louisville, meidd og missir af EM. „Staðan hefur alltaf verið að breytast. Þetta hefur verið mjög erfitt. Það er búið að vera svo mikið um meiðsli. Þetta er mjög sjaldgæft,“ sagði Saloranta í dag. „Auðvitað hefur þetta áhrif á liðið og það hefur sést í okkar spilamennsku. En ég er stoltur af leikmönnunum fyrir að leggja allt í sölurnar til að spila á háu stigi, jafnvel þó að það sé mjög erfitt að hafa sterka leikmenn utan vallar,“ sagði Saloranta.
EM 2025 í Sviss Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira