Tæpur helmingur ætlar að flytja aftur til Grindavíkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:25 Um 45 prósent Grindvíkinga telur líklegt að þau flytji aftur í bæinn eftir eldsumbrot. Vísir Tæplega helmingur Grindvíkinga sem selt hafa Þórkötlu eignir í bænum, telur líklegt að hann snúi aftur þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Yngra fólk er líklegra til að vilja snúa aftur en eldra eða sex af hverjum tíu. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir ánægjulegt að sjá hversu margir hyggja á endurkomu. Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira