Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2025 11:23 Sigríður Stefánsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir. Aðsend Sigríður Stefánsdóttir hefur tekið við formennsku í stjórn Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) af Silju Báru Ómarsdóttur. Sigríður hefur verið varaformaður undanfarin þrjú ár, átti sæti í stjórn Eyjafjarðardeildar félagsins frá 2021 og hefur verið sjálfboðaliði allt frá 2017. Frá þessu segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þar kemur fram að Silja Bára hafi setið í stjórn félagsins frá árinu 2018 og verið formaður síðustu þrjú árin. „Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní. Sigríður er með BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands og framhaldsnám í Þýskalandi í stjórnmálafræði. Hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi. Sigríður kenndi félagsfræði og stjórnmálafræði við Menntaskólann á Akureyri auk þess að sinna stjórnunarstörfum hjá Akureyrarbæ á árunum 1998 til 2017. Þá var hún bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður á Akureyri á árunum 1984-1998 og forseti bæjarstjórnar í tvö ár. Hún átti sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjölda nefnda og ráða á sveitarstjórnarstigi og hjá ríkinu. Sigríður er búsett á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði að hún taki við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfi fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki. „Í samvinnu við öfluga stjórn vil ég gjarnan leggja sérstaka áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum og styðja við þau sem þeim mikilvægu og fjölbreyttu störfum sinna.“ Þá vill hún einnig reyna að tryggja að starf Rauða krossins sé öflugt um allt land. Á sama tíma segir hún mikilvægt að sinna hjálparstarfi og alþjóðastarfi á viðsjárverðum tímum. „Rauði krossinn þarf að halda áfram að vera ávallt til staðar, þar sem þörfin er mest,“ segir Sigríður. Lýkur stjórnarsetu með þakklæti Silja Bára segir það hafi verið mikill heiður að vera í stjórn Rauða krossins og gegna formennsku síðustu árin. „Á þeim tíma sem ég hef verið í stjórn hefur geisað heimsfaraldur, eldgosahrina gengið yfir og flóttafólki á landinu fjölgað gríðarlega,“ segir hún. „Rauði krossinn hefur sinnt mikilvægum verkefnum á öllum þessum sviðum, ásamt því að reka önnur mikilvæg verkefni sem reiða sig á sjálfboðna þjónustu fólks í sínum nærsamfélögum. Við fögnuðum hundrað ára afmæli í fyrra og við það tækifæri gafst gott tækifæri til að skoða hvernig starf félagsins hefur þróast en sami kjarninn haldist – að styðja við fólk í erfiðum aðstæðum. Það er ástæða til að vera uggandi um framtíðina, stríð geisa víða um heim og hungursneyðir af mannavöldum og náttúrunnar kalla á aukið framlag til þróunarstarfs og friðaruppbyggingar, en áhersla ráðafólks er frekar á að svara kalli eftir aukinni hervæðingu. Verkefni Rauða krossins, hér heima og á alþjóðavettvangi, verður áfram að vera til staðar fyrir samfélagið sitt og það þurfum við að skilgreina á breiðan hátt. Ég lýk stjórnarsetu í Rauða krossinum með þakklæti en held áfram að vera félagi og Mannvinur,“ segir Silja Bára. Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Þar kemur fram að Silja Bára hafi setið í stjórn félagsins frá árinu 2018 og verið formaður síðustu þrjú árin. „Hún var nýverið kjörin rektor Háskóla Íslands og tekur við því embætti í júlí. Formannsskiptin áttu sér stað á fundi stjórnar Rauða krossins í gær, 18. júní. Sigríður er með BA-próf í almennum þjóðfélagsfræðum frá Háskóla Íslands og framhaldsnám í Þýskalandi í stjórnmálafræði. Hún hefur einnig lokið kennsluréttindanámi. Sigríður kenndi félagsfræði og stjórnmálafræði við Menntaskólann á Akureyri auk þess að sinna stjórnunarstörfum hjá Akureyrarbæ á árunum 1998 til 2017. Þá var hún bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður á Akureyri á árunum 1984-1998 og forseti bæjarstjórnar í tvö ár. Hún átti sæti í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjölda nefnda og ráða á sveitarstjórnarstigi og hjá ríkinu. Sigríður er búsett á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Sigríði að hún taki við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfi fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki. „Í samvinnu við öfluga stjórn vil ég gjarnan leggja sérstaka áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum og styðja við þau sem þeim mikilvægu og fjölbreyttu störfum sinna.“ Þá vill hún einnig reyna að tryggja að starf Rauða krossins sé öflugt um allt land. Á sama tíma segir hún mikilvægt að sinna hjálparstarfi og alþjóðastarfi á viðsjárverðum tímum. „Rauði krossinn þarf að halda áfram að vera ávallt til staðar, þar sem þörfin er mest,“ segir Sigríður. Lýkur stjórnarsetu með þakklæti Silja Bára segir það hafi verið mikill heiður að vera í stjórn Rauða krossins og gegna formennsku síðustu árin. „Á þeim tíma sem ég hef verið í stjórn hefur geisað heimsfaraldur, eldgosahrina gengið yfir og flóttafólki á landinu fjölgað gríðarlega,“ segir hún. „Rauði krossinn hefur sinnt mikilvægum verkefnum á öllum þessum sviðum, ásamt því að reka önnur mikilvæg verkefni sem reiða sig á sjálfboðna þjónustu fólks í sínum nærsamfélögum. Við fögnuðum hundrað ára afmæli í fyrra og við það tækifæri gafst gott tækifæri til að skoða hvernig starf félagsins hefur þróast en sami kjarninn haldist – að styðja við fólk í erfiðum aðstæðum. Það er ástæða til að vera uggandi um framtíðina, stríð geisa víða um heim og hungursneyðir af mannavöldum og náttúrunnar kalla á aukið framlag til þróunarstarfs og friðaruppbyggingar, en áhersla ráðafólks er frekar á að svara kalli eftir aukinni hervæðingu. Verkefni Rauða krossins, hér heima og á alþjóðavettvangi, verður áfram að vera til staðar fyrir samfélagið sitt og það þurfum við að skilgreina á breiðan hátt. Ég lýk stjórnarsetu í Rauða krossinum með þakklæti en held áfram að vera félagi og Mannvinur,“ segir Silja Bára.
Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira