Áframhaldandi landris í Svartsengi Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2025 07:57 Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Vísir/Arnar Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi en það hefur hins vegar hægt á sér. Líkur á eldgosi munu aukast með haustinu, ef kvikusöfnun heldur áfram. Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær þar sem segir framvindunni á Reykjanesskaga. Þar segir að jarðskjálftavirkni sé stöðug á svæðinu og hafa að meðaltali verið um tíu smáskjálftar á dag. Hættumatskort hefur verið breytt með litlum breytingum og gildir það að óbreyttu til 15. júlí næstkomandi. „Aflögunargögn (GPS) sýna áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu ef kvikusöfnun heldur áfram. Gert er ráð fyrir að sambærilegt magn kviku þurfi að safnast fyrir og í fyrri atburðum við Sundhnjúksgígaröðina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að jarðskjálftavirkni hafi verið stöðug síðustu vikur, með um tíu smáskjálfta að meðaltali á dag. Flestir skjálftar séu staðsettir norðan við Grindavík. „Þótt eldgosið 1. apríl 2025 hafi verið langminnsta gosið hingað til á Sundhnjúksgígaröðinni þegar kemur að hraunrennsli, var atburðarásin umfangsmikil. Stærsti hluti atburðarins fólst í kvikuinnskoti sem fór til norðurs og náði allt norður fyrir Keili. Innskotið var sambærilegt því sem átti sér stað 10. nóvember 2023, nema að þá stefndi kvikuinnskotið að mestu til suðurs og náði undir Grindavík. Atburðurinn 1. apríl var því sá næststærsti á Sundhnjúkagígaröðinni þar sem einungis innskotið 10. nóvember 2023 var stærra. Aflögunarmynstur við kvikuhlaup Aflögunin sem mælist í kvikuhlaupum einkennist af sigdal sem myndast beint ofan á innskotinu. Sitt hvoru megin við ganginn færist jarðskorpan út frá því og lyftist (sjá FAGD GPS stöðina á mynd 3). Samhliða þessu mælist sig í Svartsengi þar sem kvika flæðir út úr kvikuhólfinu og fylgir kvikuganginum. Aflögunarmælingar nærri Svartsengi sýna því hvort tveggja: sig vegna kviku sem flæðir frá hólfinu undir Svartsengi og landris vegna myndunar kvikugangsins Á GPS stöðinni SENG (mynd 2) sést sig en miklu minna sig heldur en kvikuflæðið undan svartsengi veldur vegna áhrifa kvikugangsins. Þegar svo líkön eru gerð af kvikusöfnun undir Svartsengi þarf að leiðrétta fyrir aflögun sem verður þegar kvikugangur myndast. Vegna þessara áhrifa kvikugangsins hefur landris umhverfis Svartsengi nú þegar náð sömu stöðu og var fyrir 1. apríl. Hins vegar hefur aðeins rúmlega helmingur þess kvikumagns sem fór úr hólfinu þá safnast aftur í það (sjá mynd 1). Uppfært hættumat Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir nú til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu: Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.Veðurstofan Svæðið milli Vogaheiðar og Fagradals-Hagafells hefur verið fært úr flokki „nokkur hætta“ yfir í „lítil hætta“. Ástæða breytingarinnar eru leiðréttingar á vægi matsins varðandi mögulega gossprungu á svæðinu Sama á við suðvesturenda A-svæðis (Grindavík), þar sem hættumat hefur verið lækkað á sömu forsendum. Hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu er nú metin möguleg á C-svæði (Vogar). Breytingin byggir á nýjum upplýsingum um sprungur sem mynduðust í kjölfar kvikugangsins 1. apríl og uppgötvuðust nýlega. Kvikugangurinn 1. apríl náði mun lengra til norðausturs, út fyrir Stóra Skógfell, en áður hafði sést. Þar hafa minni háttar sprungur nú greinst í suðausturhorni svæðisins. Mikilvægt að hafa í huga Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengjakerfinu. Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu, og næsta fréttauppfærsla verður 1. júlí,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar sem birt var í gær þar sem segir framvindunni á Reykjanesskaga. Þar segir að jarðskjálftavirkni sé stöðug á svæðinu og hafa að meðaltali verið um tíu smáskjálftar á dag. Hættumatskort hefur verið breytt með litlum breytingum og gildir það að óbreyttu til 15. júlí næstkomandi. „Aflögunargögn (GPS) sýna áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn Veðurstofunnar telja að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu ef kvikusöfnun heldur áfram. Gert er ráð fyrir að sambærilegt magn kviku þurfi að safnast fyrir og í fyrri atburðum við Sundhnjúksgígaröðina,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að jarðskjálftavirkni hafi verið stöðug síðustu vikur, með um tíu smáskjálfta að meðaltali á dag. Flestir skjálftar séu staðsettir norðan við Grindavík. „Þótt eldgosið 1. apríl 2025 hafi verið langminnsta gosið hingað til á Sundhnjúksgígaröðinni þegar kemur að hraunrennsli, var atburðarásin umfangsmikil. Stærsti hluti atburðarins fólst í kvikuinnskoti sem fór til norðurs og náði allt norður fyrir Keili. Innskotið var sambærilegt því sem átti sér stað 10. nóvember 2023, nema að þá stefndi kvikuinnskotið að mestu til suðurs og náði undir Grindavík. Atburðurinn 1. apríl var því sá næststærsti á Sundhnjúkagígaröðinni þar sem einungis innskotið 10. nóvember 2023 var stærra. Aflögunarmynstur við kvikuhlaup Aflögunin sem mælist í kvikuhlaupum einkennist af sigdal sem myndast beint ofan á innskotinu. Sitt hvoru megin við ganginn færist jarðskorpan út frá því og lyftist (sjá FAGD GPS stöðina á mynd 3). Samhliða þessu mælist sig í Svartsengi þar sem kvika flæðir út úr kvikuhólfinu og fylgir kvikuganginum. Aflögunarmælingar nærri Svartsengi sýna því hvort tveggja: sig vegna kviku sem flæðir frá hólfinu undir Svartsengi og landris vegna myndunar kvikugangsins Á GPS stöðinni SENG (mynd 2) sést sig en miklu minna sig heldur en kvikuflæðið undan svartsengi veldur vegna áhrifa kvikugangsins. Þegar svo líkön eru gerð af kvikusöfnun undir Svartsengi þarf að leiðrétta fyrir aflögun sem verður þegar kvikugangur myndast. Vegna þessara áhrifa kvikugangsins hefur landris umhverfis Svartsengi nú þegar náð sömu stöðu og var fyrir 1. apríl. Hins vegar hefur aðeins rúmlega helmingur þess kvikumagns sem fór úr hólfinu þá safnast aftur í það (sjá mynd 1). Uppfært hættumat Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir nú til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu: Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.Veðurstofan Svæðið milli Vogaheiðar og Fagradals-Hagafells hefur verið fært úr flokki „nokkur hætta“ yfir í „lítil hætta“. Ástæða breytingarinnar eru leiðréttingar á vægi matsins varðandi mögulega gossprungu á svæðinu Sama á við suðvesturenda A-svæðis (Grindavík), þar sem hættumat hefur verið lækkað á sömu forsendum. Hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu er nú metin möguleg á C-svæði (Vogar). Breytingin byggir á nýjum upplýsingum um sprungur sem mynduðust í kjölfar kvikugangsins 1. apríl og uppgötvuðust nýlega. Kvikugangurinn 1. apríl náði mun lengra til norðausturs, út fyrir Stóra Skógfell, en áður hafði sést. Þar hafa minni háttar sprungur nú greinst í suðausturhorni svæðisins. Mikilvægt að hafa í huga Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengjakerfinu. Kortið gildir til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu, og næsta fréttauppfærsla verður 1. júlí,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Sjá meira