Söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku fyrir Dodgers leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 12:36 Nezza sést hér eftir að hún söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku. Getty/ Kevork Djansezian Rómanska söngkonan Nezza hristi vel upp í hlutunum á hafnaboltaleik í Los Angeles á dögunum. Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a> Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira
Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira