Söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku fyrir Dodgers leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 12:36 Nezza sést hér eftir að hún söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku. Getty/ Kevork Djansezian Rómanska söngkonan Nezza hristi vel upp í hlutunum á hafnaboltaleik í Los Angeles á dögunum. Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a> Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira