Harmar ákvörðun Guðmundar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júní 2025 12:09 Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar er nýr formaður SFS. Guðmundur í Brimi kaus ekki að tjá sig við fréttastofu. ARnar/Einar Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar. Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á mánudag. Hann sagði ástæðu brotthvarfs síns vera að áherslur hans sem formaður nytu ekki stuðnings Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, né annarra í forystu samtakanna. Í yfirlýsingu ítrekaði Guðmundur að það væri hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning með öflugu samtali sem ætti sér ekki stað í dag. Samstarfið ekki borið skugga á vináttuna Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og þáverandi varaformaður SFS, tekur því við formennsku að minnsta kosti fram að næsta aðalfundi. Hann segir mikilvægast núna að vinna að sameiginlegum hagsmunum sjávarútvegs. „Auðvitað er maður að mörgu leyti auðmjúkur og stoltur að fá stuðning félaganna til að takast á við þetta.“ Guðmundur var kjörinn formaður í apríl en Gunnþór segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar hann sagði af sér. „Ég meina ég studdi hans til starfa fyrir tveimur mánuðum og ég er búinn að vinna náið og vel með honum í tvo mánuði og við erum góðir vinir svo það samstarf hefur ekki borið skugga á það.“ Allir að róa í sömu átt Spurður hvort hann hafi orðið var ágreining á milli Guðmundar og Heiðrúnar Lindar svarar hann því neitandi. „Eins og ég segi, ég hef unnið með Guðmundi lengi og hef ekki orðið var við neinn málefnalegan ágreining enda held ég að allir þeir sem eru innan stjórn samtakanna séu eins og Guðmundur, með ástríðu fyrir íslenskum sjávarútvegi.“ Enginn klofningur sé til staðar innan SFS. Allir í íslenskum sjávarútvegi rói í sömu átt. „Þetta er hans ákvörðun og ég virði hana en að sama skapi harma ég hana. Því Guðmundur er gífurlega öflugur maður í íslenskum sjávarútvegi. Hann er fæddur inn í sjávarútveginn.“ Sagði Gunnþór Ingvason, nýr formaður SFS en þess má geta að Guðmundur í Brimi kaus ekki að ræða við fréttastofu í dag og Heiðrún Lind svaraði ekki viðtalsbeiðnum. Heiðrún Lind er í stjórn Sýnar.
Sjávarútvegur Atvinnurekendur Síldarvinnslan Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira